Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 22
Læknirinn flutti þetta erindi á fundi
Oddfellowa og’ hefur góðfúsiega léð
tJrvali það tii birtingar.
Nýjungar í lœknisfrœði.
Eftir Baldur Johnsen, lækni D.P.H.
AÐ má með sanni segja, að
síðustu 10 árin hafi gerzt
þær nýjungar í læknisfræði,
sem engan gat órað fyrir, jafn-
vel ekki þá alla bjartsýnustu —■
og á ég þar sérstaklega við hin
sýklaskæðu efni.
Menn hafa lengi leitað vizku-
steinsins, einnig hér.
Lækna hefur, frá örófi alda,
dreymt um eitt allsherjar lyf við
öllum sjúkdómum. Það hefur
enn ekki fundizt, en mikið hefur
þó orðið ágengt, og þeir sjúk-
dómar, sem áður voru helzta
viðfangsefni lækna, hinar skæðu
farsóttir, mega nú teljast úr
sögunni, miðað við það sem áð-
ur var, þannig, að ef læknir
fornaldarinnar risi upp úr gröf
sinni nú, myndi hann álíta sig
hafa fundið vizkusteininn. En
þegar hann gætti betur að,
myndi hann verða var við sjúk-
dóma, sem hann þekkti lítt til
áður, hina svokölluðu hrörnun-
arsjúkdóma, sem færzt hafa í
aukana með lengingu meðalald-
ursins.
Meðalaldurinn var aðeins 18
ár hjá forngrikkjum, rúm 20 ár
hjá rómverjum fyrir 2000 ár-
um, og var í byrjun miðalda
kominn upp í 35 ár. Við það sat
fram undir lok 18. aldar, en úr
því fór meðalaldur stighækk-
andi til þessa dags, og hefur þó
stökkið orðið langstærst það sem
af er þessari öld, og er nú kom-
ið í rúm 65 ár. Allar þessar töl-
ur eru miðaðar við helztu menn-
ingarríki á sérhverju tímabili.
Með meðalaldri er átt við þann
aldur, sem líklegt er að ein-
staklingur, er fæðist á tilteknu
tímabili, hjá tiltekinni þjóð, geti
náð.
Við lifum á öld hinna sérhæfu
lyfja, hvað lækningafræðina
snertir. Fyrir um 15 árum var
þó aðeins um að ræða örfá slík
lyf, svo sem kínínið við mýra-
köldunni, og arsensamböndin og