Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
í að rannsaka notagildi sykurs
sem iðnaðarhráefnis.
Síðan 1929 hafa meira en 200
einkaleyfi verið tekin á um-
breytingu sykurs og skyldra
efna í plastefni og önnur tækni-
leg efni. Flest þessara efna eru
enn á tilraunastigi, en sum eru
komin á markaðinn og mörg
fleiri munu koma á næstunni.
Mjólkursýra, sem framleidd er
í sykurhreinsunarstöðvum, er
stofnefni í allcydplasti, sem bú-
ið er til úr bílalakk. Úr mjólk-
ursýru hafa efnafræðingar við
tilraunastofnun landbúnaðarins
búið til nýtt gervigúm, sem nefn-
ist lactopren. ,,Pakningar“, gúm.
hælar, gúmsement og hundruð
annarra vara er hægt að búa
til úr lactopreni.
Brezkir vísindamenn hafa
mikinn áhuga á að breyta sykri
í eggjahvítuefni, einkum vegna
þess, að í brezku Vesturindíum
er framleitt feiknin öll af sykri,
en jafnframt er þar, vegna geysi-
mikils þéttbýlis (á Barbados búa
t. d. 400 manns á hverjum fer-
kílómetra) skortur á fæðuteg-
undum, einkum þeim sem auðug
eru af eggjahvítuefnum.
Bretum hefur orðið vel ágengt
í þessu efni. Þeir hafa þó ekki
unnið að tilraununum í efna-
smiðjum sínum, heldur á líf-
fræðilegum grundvelli. Þeir nota
sykurinn sem næringu handa
tegund ölgerils, sem nefnist To-
rula utilis. Gerli þessum f jölgar
við skiptingu 64 sinnum á 9
klukkutímum. Með öðrum orð-
um: einn gerill getur með skipt-
ingu orðið að einum milljarð
gerla á 10 klukkutímum!
Vísinda. og rannsóknardeild
brezka ríkisins styður þessar til-
raunir, sem fara fram í tilrauna-
stöð á Jamaica. Köfnunarefni
er bætt út í sýrópsupplausn (mo-
lasses). Sýrópið fellur til við
framleiðslu sykurs úr sykurreyr.
Ölgeriarnir breyta sýrópinu í
fæðu, sem inniheldur um 50%
eggjahvítuefni og er auðug af
B-vítamínum. Fullunnið er gerið
kremgult duft með allsterkum
kjötkeim, og er hægt að nota
það í brauð, súpur og grænmetis-
rétti. I 180 grömmum af ger-
inu er nægilegur dagsskammtur
af eggjahvítuefni og B-vítamín-
um fyrir einn mann.
Ræktunarstöðvar, sem fram-
leiða um 250 kg af þessu nýja
fæðugeri á dag, eru þegar komn.
ar í gang í brezku Vesturindí-
um, og fleiri er verið að reisa
á Puerto Rico, í Suður-Ameríku
og Suður-Afríku. Áætlað er, að