Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 50
Ýmislegt merkilegt hefur komið í Ijós á síðustu
árum við rannsóknir á tannskemmdum
og orsök tannátu.
Framfarir í tannlœkningum.
Grein úr „Harper’s Magazine“,
eftir Herbert Yahraes.
A RIÐ 1945 fóru tveir amer-
ískir tannlæknar til Ítalíu
sem meðlimir nefndar, er hafði
það hlutverk að rannsaka, hvaða
áhrif næringarskortur þjóðar-
innar á stríðsárunum hefði haft
á tennur fólksins.
Læknarnir rannsöknuðu næst-
um 4000 manns í Napoli og þrem
minni borgum. Þeir, sem rann-
sakaðir voru, höfðu búið við
skort á mjólk, kjöti og öðrum
mikilvægum fæðutegundum.
Flestir þjáðust af vaneldi og
vitasmínskorti og margir voru
með ensku sýkina (beinkröm).
Auk þess voru aðeins örfáir,
sem höfðu haft fyrir sið að
hirða og bursta tennurnar, og
enginn hafði drukkið flúorauð-
ugt vatn eða látið bera á tenn-
umar natríumflúoríð. Langflest-
ir höfðu yfirleitt alls ekki kom-
ið til tannlæknis árum saman.
Öll sólarmerki bentu þannig til,
að þetta fólk hlyti að vera illa
haldið af útbreiddasta sjúkdómi
meðal siðmenntaðra þjóða —
tannátunni. En athuganirnar
leiddu í ijós, að tannskemmdir
voru furðanlega litlar í þessu
fólki. Þær voru 7—2 sinnum
sjaldgæfari en meðal almennings
í Bandaríkjunum. Þessar niður-
stöður koma heim við reynsluna
í ýmsum öðrum löndum. Tann-
skemmdir í norskum börnum
minnkuðu um helming á stríðs-
árunum, amerískir hermenn í
japönskumfangabúðum á stríðs-
árunum þjáðust mjög af vaneldi,
en tannskemmdir voru tiltölu-
lega fátíðar.
Náttúran hefur búið okkur
tvennskonar varnartækjum gegn
tannátunni. Hún hefur gert gler-
unginn á tönnunum sérstaklega
harðan, og í munnvatninu er
efni, sem eyðir sýrunum, er tæra
glerunginn og opna sýklunum