Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 123
RAUÐA MYLLAN
121
ur. En ég ætla að aðvara þig,
Henri.Myriame er skrítin stúlka.
Hún er ákaflega metnaðar-
gjörn og veit hvað hún vill.
Hún hugsar ekkert um ástamál.
Hún vill ekki verða ástfangin í
fátækum pilti, þó að hann sé
snotur. Hún ætlar að næla sér
í skrauthýsi með öllu tilheyr-
andi — og ég býst við að henni
takizt það. Nú tekur hún lífinu
rólega og bíður eftir þeim rétta.
Og hún hefur ráð á að bíða, því
að hún er ekki nema tuttugu
og eins árs.“
,,Hvað kemur þetta mér
við?“
,,Ég sagði þér, að þið gætuð
orðið góðir vinir, Henri. Að-
eins vinir — mundu það!“
„Það er víst ekki mikil hætta
á því að hún verði skotin í
mér,“ sagði Henri kuldalega.
„Það getur verið. Hana vant-
ar vin og félaga, Henri, ekki
ást.“
„Þú átt við, að hún vilji verða
vinkona mín — fara með mér á
veitingahús og leiksýningar og
þessháttar?"
„Já. En þú verður að gera
vel til hennar. Og þú mátt ekki
búast við að hún verði hjá þér
til eilífðar. Einn góðan veður-
dag hittir hún manninn, sem
getur uppfyllt allar óskir henn-
ar . . . En hún er skemmtileg
stúlka og getur orðið þér ti!
dægrastyttingar. Þú ert sjálf-
ráður, hvað þú gerir.“
Hálfum mánuði seinna stóð
Henri við hornið á rue de la
Paix og beið eftir Myriame, en
þau voru vön að hittast á þess-
um stað.
Hann leit á úrið. Hann varð
að bíða í hálftíma .... En
honum var sama. Það er gam-
an að bíða, þegar maður veit
að það er ekki til einskis.
Myriame ... I tvær vikur
hafði hún fært honum slíka
hamingju, að líf hans var ger-
breytt. Hann drakk minna,
miklu minna. Hver drekkur,
þegar hann er hamingjusamur?
Hann fór sjaldnar í danshallir
og vínstofur og var hættur að
ráfa um göturnar á næturnar.
Hann svaf; hann málaði. Móð-
ur hans leið betur — eða að
minnsta kosti ekki eins illa og
áður. Maurice var önnum kaf-
inn við að undirbúa Lundúnar-
sýninguna. Og frú Loubet lofaði
guð fyrir breytinguna, sem
orðin var á leigjanda hennar.
*
Það er ekki hægt að vera
hamingjusamari en Henri var
þessar vikur. Hún hafði veitt
honum blíðu sína, ekki af með-
aumkun, heldur fagnandi og af
fúsum vilja. Hún vildi bæta
honum upp Denise og Maríu,
allan einstæðingsskap liðnu ár-
anna, vanskapnað hans og þján-
ingar — hún vildi bæta hon-
um upp ranglæti lífsins með því
að gefa sig honum á vald.
Oft hafði hann velt því fyrir
sér, hvernig væri að eiga fagra,
gáfaða og tilfinningaríka stúlku
fyrir ástmey. Nú vissi hann það.