Úrval - 01.06.1951, Side 123

Úrval - 01.06.1951, Side 123
RAUÐA MYLLAN 121 ur. En ég ætla að aðvara þig, Henri.Myriame er skrítin stúlka. Hún er ákaflega metnaðar- gjörn og veit hvað hún vill. Hún hugsar ekkert um ástamál. Hún vill ekki verða ástfangin í fátækum pilti, þó að hann sé snotur. Hún ætlar að næla sér í skrauthýsi með öllu tilheyr- andi — og ég býst við að henni takizt það. Nú tekur hún lífinu rólega og bíður eftir þeim rétta. Og hún hefur ráð á að bíða, því að hún er ekki nema tuttugu og eins árs.“ ,,Hvað kemur þetta mér við?“ ,,Ég sagði þér, að þið gætuð orðið góðir vinir, Henri. Að- eins vinir — mundu það!“ „Það er víst ekki mikil hætta á því að hún verði skotin í mér,“ sagði Henri kuldalega. „Það getur verið. Hana vant- ar vin og félaga, Henri, ekki ást.“ „Þú átt við, að hún vilji verða vinkona mín — fara með mér á veitingahús og leiksýningar og þessháttar?" „Já. En þú verður að gera vel til hennar. Og þú mátt ekki búast við að hún verði hjá þér til eilífðar. Einn góðan veður- dag hittir hún manninn, sem getur uppfyllt allar óskir henn- ar . . . En hún er skemmtileg stúlka og getur orðið þér ti! dægrastyttingar. Þú ert sjálf- ráður, hvað þú gerir.“ Hálfum mánuði seinna stóð Henri við hornið á rue de la Paix og beið eftir Myriame, en þau voru vön að hittast á þess- um stað. Hann leit á úrið. Hann varð að bíða í hálftíma .... En honum var sama. Það er gam- an að bíða, þegar maður veit að það er ekki til einskis. Myriame ... I tvær vikur hafði hún fært honum slíka hamingju, að líf hans var ger- breytt. Hann drakk minna, miklu minna. Hver drekkur, þegar hann er hamingjusamur? Hann fór sjaldnar í danshallir og vínstofur og var hættur að ráfa um göturnar á næturnar. Hann svaf; hann málaði. Móð- ur hans leið betur — eða að minnsta kosti ekki eins illa og áður. Maurice var önnum kaf- inn við að undirbúa Lundúnar- sýninguna. Og frú Loubet lofaði guð fyrir breytinguna, sem orðin var á leigjanda hennar. * Það er ekki hægt að vera hamingjusamari en Henri var þessar vikur. Hún hafði veitt honum blíðu sína, ekki af með- aumkun, heldur fagnandi og af fúsum vilja. Hún vildi bæta honum upp Denise og Maríu, allan einstæðingsskap liðnu ár- anna, vanskapnað hans og þján- ingar — hún vildi bæta hon- um upp ranglæti lífsins með því að gefa sig honum á vald. Oft hafði hann velt því fyrir sér, hvernig væri að eiga fagra, gáfaða og tilfinningaríka stúlku fyrir ástmey. Nú vissi hann það.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.