Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 119

Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 119
RAUÐA MYLLAN 117 skóla. Heimur hans var að hrynja í rústir. Rauða myllan yrði ekki söm og áður eftir að Zidler og Sara væru farin. Hvað átti hann að taka til bragðs? Ef til vill var það rétt, sem vin- ir hans héldu fram, að hann ætti að kynnast nýju fólki . . . Þegar hann ók frá Rauðu myllunni síðasta kvöldið, horfði hann angurvær út um vagn- gluggann. Hann horfði á upp- ljómaða mylluvængina, sem snerust í náttmyrkrinu, og hon- um fannst þeir gera það í kveðjuskyni við sig. „Vertu sæl, Rauða mylla!“ hvíslaði hann og veifaði hend- inn eins og hann væri að kveðja gamlan vin. * Hve langan tíma hafði það tekið hann að koma auga á sannleikann? Hve lengi hafði hann látið blekkjast af þessum hræðilega skrípaleik ? ... Fimm ár. Hann hafði lifað í blekking- um í fimm ár. Já, það hafði tekið fimm löng ár að komast að sannleikanum . . . En allt hafði verið svo eðli- legt í fyrstu — það var eins og allir hefðu lagzt á eitt til að láta hann gleyma því, að hann væri krypplingur. Eins og Missia Natanson til dæmis. Hún þurfti ekki að brosa til hans eins og hún gerði. Það var þetta bros hennar sem hafði gert sálon hennar að frægasta samkomustað í París Þangað komu mikilmenni eins og Zola, Clemenceau, Anatole France . . . Var nokkur furða, þó að slík upphefð stigi dverg- vöxnum krypplingi til höfuðs? Hann mundi enn vel eftir fyrsta kvöldinu hjá henni. Hún var svo falleg það kvöld! Hann mundi eftir gestunum, sem voru þar: Sarah Bernhardt, Debussy og Oscar Wilde voru meðal þeirra. Það voru allt frægir menn og fagrar konur . . . Og hann mundi eftir skjallinu í Missiu, hve kumpánleg þessi glæsilega hefðarkona hefði ver- ið við hann. Það var þá, sem hann gerði hina miklu uppgötvun. Hann var sjálfur einn af þessu fræga fólki! Hann var sjálfur glæsi- legur listamaður! Krypplingur — hver var krypplingur? Hann var Lautrec — hinn „ungi og djarfi listamaður." Hann var frægur! Frægur! París lá fyr- ir fótum hans! Honum voru all- ir vegir færir .... Og hann hafði varpað sér út í samkvæmislífið af taumlaus- um ákafa. Hann varð að vinna á daginn og vakti því á næturnar við glaum og gleði. Hann drakk í stað þess að sofa .... Leið hans lá úr einni vín- stofunni í aðra. Hann kynntist fjölda kvenna og frægar leik- konur slóu honum gullhamra . . . Hann ferðaðist til Amster- dam og London í fylgd með Maurice vini sínum. Hann teikn- aði mynd af Whistler í vinnu- stofu hans og hitti Oscar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.