Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 10

Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 10
TJRVAL 8 eyju, birtist hann í Náttúrusögu- safninu í New York og bað um f járhagslegan stuðning til nýrr- ar norðurfarar. Varaforseti safnsins, dr. Henry Fairfield Os- born, var að velta fyrir sér í huganum kostnaðaráætlun slíks ævintýris, þegar Vilhjálmur stakk upp á 2000 dollurum. Þetta var upphæð sem almennt var talið, að nægja mundi til að birgja venjulegan heim- skautaleiðangur að tóbaki, og dr. Osborn var fljótur að sam- þykkja upphæðina. Framlag safnsins átti að fara til kaupa á birgðum, sem Vilhjálmur tæki á fyrirfram ákveðnum stað, all- norðarlega. En vegna tilhneig- ingar Vilhjálms til útúrdúra, liðu nokkur ár áður en safninu tókst að finna Vilhjálm, og eyddi það 14000 dollurum í tilraunir til að koma til hans þessum 2000 doll- ara birgðum. En á meðan ferð- aðist Vilhjálmur sæll og ánægð- ur um snjóbreiður norðurhjar- ans, stundum með félaga sínum Rudolph Martin Anderson, stundum einn, stundum með eskimóum, og stundum með ein- um eða tveim hundum. Hann dvaldi langdvölum í þorpum eskimóa og færði ítarlega dag- bók um allt, sem fyrir augun bar. Árangur leiðangursins varð með ágætum; hann kannaði stórt, ókortlagt landsvæði, lítt kunna á, sem nefndist Horton, og skýrði frá því, að hann hefði rekizt á kynflokk hvítra eski- móa. Þessi fundur Vilhjálms var mikið ræddur meðal vísinda- manna og töldu sumir hann hug- arfóstur Vilhjálms, en seinni leiðangrar hafa staðfest hann, og er hann nú talinn mjög mikil- vægur frá mannfræðilegu sjón- armiði. Almennt er nú viður- kennd sú skoðun Vilhjálms, að hinir ljósu eskimóar séu afkom- endur norrænna manna, sem komið hafi frá Grænlandi. Stærsti leiðangur Vilhjálms, sem stóð frá 1913 til 1918, kost- aði 150.000 dollara og bar kan- adastjórn kostnaðinn. Leiðang- ur þessi, sem taldi sex skip og 150 menn, þar á meðal 15 vís- indamenn, byrjaði illa. Eitt skip- ið festist í ís hjá Barrowhöfða. í Alaska, rak í vestur og sökk. með miklu af verðmætum vís- indatækjum innanborðs. Skip- tapinn leiddi til þess að tíu menn týndu lífinu, ýmist af kulda, skyrbjúg, við drukknun eða af kolsýringseitrun frá olíuofnum í tjöldum. Eftir skiptapann reyndu nokkrir vísindamann- anna að fá Vilhjálm til að hætta við leiðangurinn og hverfa heim. Hann kvaðst ekki geta farið heim strax, því að hann væri í þann veginn að leggja út á ís- inn við þriðja mann til að vita hvort hægt væri að lifa þar á því einu, sem þeir gætu veitt; hinir leiðangursmennirnir ættu að halda kyrru fyrir á strönd Alaska og vinna að rannsóknum í haffræði, jarðfræði, dýrafræði og öðrum vísindagreinum. Við sjálft lá, að þessi tilkynning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.