Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 10
TJRVAL
8
eyju, birtist hann í Náttúrusögu-
safninu í New York og bað um
f járhagslegan stuðning til nýrr-
ar norðurfarar. Varaforseti
safnsins, dr. Henry Fairfield Os-
born, var að velta fyrir sér í
huganum kostnaðaráætlun slíks
ævintýris, þegar Vilhjálmur
stakk upp á 2000 dollurum.
Þetta var upphæð sem almennt
var talið, að nægja mundi til
að birgja venjulegan heim-
skautaleiðangur að tóbaki, og
dr. Osborn var fljótur að sam-
þykkja upphæðina. Framlag
safnsins átti að fara til kaupa
á birgðum, sem Vilhjálmur tæki
á fyrirfram ákveðnum stað, all-
norðarlega. En vegna tilhneig-
ingar Vilhjálms til útúrdúra, liðu
nokkur ár áður en safninu tókst
að finna Vilhjálm, og eyddi það
14000 dollurum í tilraunir til að
koma til hans þessum 2000 doll-
ara birgðum. En á meðan ferð-
aðist Vilhjálmur sæll og ánægð-
ur um snjóbreiður norðurhjar-
ans, stundum með félaga sínum
Rudolph Martin Anderson,
stundum einn, stundum með
eskimóum, og stundum með ein-
um eða tveim hundum. Hann
dvaldi langdvölum í þorpum
eskimóa og færði ítarlega dag-
bók um allt, sem fyrir augun
bar. Árangur leiðangursins varð
með ágætum; hann kannaði
stórt, ókortlagt landsvæði, lítt
kunna á, sem nefndist Horton,
og skýrði frá því, að hann hefði
rekizt á kynflokk hvítra eski-
móa. Þessi fundur Vilhjálms
var mikið ræddur meðal vísinda-
manna og töldu sumir hann hug-
arfóstur Vilhjálms, en seinni
leiðangrar hafa staðfest hann,
og er hann nú talinn mjög mikil-
vægur frá mannfræðilegu sjón-
armiði. Almennt er nú viður-
kennd sú skoðun Vilhjálms, að
hinir ljósu eskimóar séu afkom-
endur norrænna manna, sem
komið hafi frá Grænlandi.
Stærsti leiðangur Vilhjálms,
sem stóð frá 1913 til 1918, kost-
aði 150.000 dollara og bar kan-
adastjórn kostnaðinn. Leiðang-
ur þessi, sem taldi sex skip og
150 menn, þar á meðal 15 vís-
indamenn, byrjaði illa. Eitt skip-
ið festist í ís hjá Barrowhöfða.
í Alaska, rak í vestur og sökk.
með miklu af verðmætum vís-
indatækjum innanborðs. Skip-
tapinn leiddi til þess að tíu menn
týndu lífinu, ýmist af kulda,
skyrbjúg, við drukknun eða af
kolsýringseitrun frá olíuofnum
í tjöldum. Eftir skiptapann
reyndu nokkrir vísindamann-
anna að fá Vilhjálm til að hætta
við leiðangurinn og hverfa heim.
Hann kvaðst ekki geta farið
heim strax, því að hann væri í
þann veginn að leggja út á ís-
inn við þriðja mann til að vita
hvort hægt væri að lifa þar á
því einu, sem þeir gætu veitt;
hinir leiðangursmennirnir ættu
að halda kyrru fyrir á strönd
Alaska og vinna að rannsóknum
í haffræði, jarðfræði, dýrafræði
og öðrum vísindagreinum. Við
sjálft lá, að þessi tilkynning