Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 17
SASONOFF
15
„Ég legg við drengskap
minn.“
,,Ó, þetta kvenfólk," sagði
Rukavoff brosandi og hristi
höfuðið. „Maður veit aldrei
hvernig maður á að haga sér
gagnvart því. Þér skuluð samt
ekki halda, að ég hafi neitað
þessu áðan af því að ég væri
hræddur við yður. Ég legg það
blátt áfram ekki í vana minn
að hælast yfir sigrum mínum.“
„Því trúi ég,“ sagði Sakljatjin
snúðugt. „Það er skiljanlegt. En
ég endurtek eigi að síður: gætið
yðar. Ég ætla að drepa yður.“
Rukavoff beit á vörina.
„Leyfist mér að bera fram
spurningu, í fullri alvöru? Og
ég bið yður að svara henni á
sama hátt: Af hverju ætlið þér
að drepa mig?“
„Þér hafið eyðilagt líf mitt.
Öll hamingja mín var bundin
þessari konu, og þér hafið rænt
henni frá mér.“
Rukavoff varð hugsi.
„Hlustið á mig, Sakljatjin. Ég
hlýt að mótmæla yður, enekkiaf
því að ég vilji halda lífinu. Ég
veit, að það væri alltof heimsku-
legt af mér að fela mig á bak
við borð og hrópa grátandi: Ó,
drepið mig ekki; þyrmið lífi
mínu! Lífið er ekki svo merki-
legt, þegar öllu er á botninn
hvolft. Ekki mun ég heldur hrópa
á hjálp eða leggja á flótta. Þér
getið drepið mig, hvenær sem
þér viljið. En ég spyr yður enn
einu sinni: Að hvaða leyti er
ég sekur?“
„Þér hafið svikið mig. Þér
hafið tekið frá mér konuna
mína.“ Rödd Sakljatjins var
skýr og hátíðleg.
„Ég tók ekki frá yður kon-
una. Hún kom til mín af frjáls-
um vilja.“
„Ef þér hefðuð ekki komið
til, værum við enn hamingjusöm
eins og áður.“
„Og hvaða vissu hafið þér fyr.
ir .þvi, að ekki hefði komið em-
hver annar til?“
„Rukavoff! Þér svívirðið
hana!“
„Hvernig? Það kom mér ekki
til hugar. En gætið yðar, við
erum báðir að komast í skop-
lega aðstöðu. Þegar ég tala um
annan elskhuga, þá er það til
að leggja áherzlu á, að ég er
maður, sem ekki á neinn hátt
getur státað af miklum hæfileik-
um eða líkamsfegurð, að ég er
bara ósköp venjulegur maður.
Þér getið ekki neitað þessu eða
haldið því fram, að ég sé einn
af þeim mönnum, sem engin