Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 37
Á VlGASLÓÐ MEÐ MANNÆTUM
35
þeirra riðlaðist eins og fyrir
fellibyl. Svo nærri mér var bar-
izt, að ég heyrði brestina þeg-
ar höfuðkúpurnar brotnuðu
undan kylfunum. Á næsta auga-
bragði var ég staðinn á fætur.
í minna en tólf feta fjarlægð
byrjuðu þeir að hrynja niður
fyrir byssukúlum mínum. Ég
var horfinn aftur til vígvalla
heimsstyrjaldarinnar, drepandi
með köldu blóði og vélrænni ná-
kvæmni hins æfða hermanns.
Byssur mínar kipptust til í lðf-
um mínum þegar fyrsta árásar-
bylgjan flæddi yfir mig. En ég
linaði ekki á tökunum. Svo
fór ég að beita þeim sem bar-
eflum. Þefurinn af líkömunum
umhverfis mig gerði mig tryllt-
an. Ég fékk kylfuhögg í vinstri
öxlina og féll við, en stæltur af
reiði og tryllmgi brauzt ég á
fætur aftur án þess að kenna
til nokkurs sársauka. Þrisvar
sveiflaði ég særðum handleggn-
um kringum mig til að fá svig-
rúm. Ég kom auga á eitt leir-
borið andlit okkar manna við
hlið mér og brátt sá ég að fleiri
voru þarna hjá okkur í runnan-
um. Önnur árás Digoela hrakti
okkur lengra inn í frumskóginn.
Mér gafst ekki tóm til að hlaða
skammbyssurnar mínar, en varð
að nota þær áfram sem bar-
efli.
Ég gekk berserksgang. Bam-
bushnífur var rekinn í brjóst
mér og ég sveiflaði mér í hring
í hamslausum ofsa. Ég sá and-
lit rétt fyrir framan mig, sá það
fletjast út undan byssuskeftinu,
sá líkamann falla til jarðar. Ég
sá aðra líkama falla til jarðar
og enn aðra rísa upp. Ég sá
þetta allt skýrt, en viðbrögð mín
fannst mér vera viðbrögð ein-
hvers annars manns.
Fyrr en varði voru ekki fleiri
uppistandandi til að berjast við.
Ég stóð uppréttur, riðandi á fót-
unum og vankaður. Umhverfis
mig heyrði ég stunur, högg og
andköf, sem gáfu til kynna, að
enn væri barizt, en ég virtist
vera einn innan um hina dauðu
og meðvitundarlausu í valnum.
Ég dró andann djúpt og rykkj-
ótt. Sólin var að brjótast gegn-
um skóginn. Tæpir tveir stund-
arfjórðungar voru liðnir síðan
trumburnar boðuðu fyrsta bióð-
baðið, en á þessum skamma tíma
hafði heilt þorp verið þurrk-
að út.
En menn okkar höfðu ekki
komið til þess eins að gereyða
einu þorpi. Þeir voru komnir
til að ná sér í höfuð, og þeir