Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 125
RAUÐA MYLLAN
123
frá brautarstöðinni. Hann þvoði
sér og skipti um föt í snatri,
því að hann ætlaði að flýta sér
á fund Myriame. Þegar hann
var að fara út, gekk frú Lou-
bet í veg fyrir hann.
,,Hvað er að, frú Loubet?“
spurði hann hranalega. Hann
vissi, að eitthvað var að. Hann
sá það á svip hennar.
Hún tók bréf upp úr svuntu-
vasa sínum og rétti honum.
Hann tók við því með titrandi
hendi . . .
„Ungfrúin kom með þetta
bréf daginn sem þér fóruð . ..“
Hann reif bréfið upp og las:
„Ég fer burt með herra
Dupré í kvöld. Það er bezt að
það endi á þennan hátt,
<■chéri . . .“
Frú Loubet rumskaði. Jú,
það var hann — það var verið
að kom með hann heim, Og auð-
vitað var hann drukkinn. Hann
var alltaf drukkinn.
Hann öskraði og grenjaði
eins og vitfirringur, svo að
hvert mannsbarn í hverfinu
hlaut að vakna. Hann, sem
ávallt hafði verið svo stilltur
og prúður! í hverju hafði hann
lent núna?
Ef Patou lögreglumaður hefði
ekki gerzt nokkurs konar
verndarengill hans, myndi hann
aldrei koma heim . . . Hann
myndi sofa á bekk í skemmti-
garði eða undir tröppum eins
og flækingur. Og honum væri
sama! Eftir að hann fékk bréf-
ið, var eins og hann væri ekki
lengur með sjálfum sér. Og
hann leit svo illa út og var
svo ellilegur, að stundum þekkti
hún hann ekki. Andlitið var
fölt og tekið og augun voru
orðin helmingi stærri en þau
áttu að sér . . . Þetta gat ekki
gengið svona öllu lengur. Það
hlaut að enda illa.
Frú Loubet snaraði sér í
kjól og fór niður.
Hún hjálpaði Henri út úr
vagninum meðan Patou lög-
reglumaður gerði upp sakirnar
við ökumanninn. Síðan hjálp-
uðust þau við að bera hann upp
fjóra stiga, koma honum fyrir
á legubekk og færa hann úr
fötunum. Hann barðist um á
hæl og hnakka eins og hann
hafði mátt til, en að lokum
tókst þeim þó að koma honum
í rúmið. Smámsaman urðu ópin
í honum lægri og enduðu loks í
lágu muldri.
Hann var sofnaður. En þau
þorðu ekki að yfirgefa hann og
settust því hjá rúminu og fóru
að tala saman í hálfum hljóð-
um.
„Hann hefur oft verið erfið-
ari en núna,“ sagði frú Loubet
og virti Henri fyrir sér með
áhyggjusvip.
„Það er satt,“ svaraði lög-
reglumaðurinn, „en þér skuluð
samt ekki halda að hann sé að
batna, frú Loubet. Hann er allt-
af að versna. Hann er aldrei
allsgáður og er alltaf til í áflog.
Ég hef glímt við marga drukkna