Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 109
RAUÐA MYLLAN
107
aldrei elskað þig og mun aldrei
gera það. Það væri fjarstæða.“
„Hvað er fjarstæða?“ Hann
var orðinn öskugrár í andliti.
Fingur hans krepptust um
hendur hennar. „Hvers vegna?
Af því að ég er krypplingur?
Er það vegna þess? Af því að
ég er krypplingur ?“
Hún var orðin bæði hrædd og
reið. Hún sneri sér að honum
og hvessti á hann augum, sem
flóðu í tárum:
„Já!“ hrópaði hún. „Já, já!
Af því að þú ert krypplingur
og líka af því að þú ert ljótur.
Þú ert ljótasti maður, sem ég
hef nokkurntíma . . .“
Hún lauk ekki við setning-
una. Allt í einu þreif hann hana
í faðm sinn, og kyssti hana á
munninn. Hann fann rakar
varir hennar og þrýstin brjóst
eins og í draumi.
Hún sleit sig lausa og hljóp
fram að dyrunum. Hann sat
kyrr á bekknum og var niður-
lútur.
„Viðbjóðslega fíflið þitt! Það
vill þig engin stúlka! Aldrei!
Heyrir þú það, Henri?“
Hann tók ekki eftir þegar
hún fór, en skömmu seinna
heyrði hann háværar raddir í
dagstofunni, bjöllu var hringt
og eftir nokkra stund var vagni
ekið á brott.
I nokkrar mínútur var hann
algerlega tilfinningalaus og
viðutan, en smámsaman komst
hann til sjálfs sín. Honum varð
ljóst, að hann yrði að segja
móður sinni alla söguna. Myndi
hún nokkurntíma geta fyrirgef-
ið honum?
Hann tók staf sinn og haltr-
aði út úr herberginu. Móðir
hans sat við arininn í dagstof-
unni, í sama stóínum og
Angélique hafði setið í fyrir
stundu.
„Þú hefur vitað um þetta
lengi, mamrna — þú hefur vit-
að að ég myndi gera mig að at-
hlægi,“ sagði hann og einblíndi
í glæðurnar. „Mig grunaði líka,
að svona myndi fara. En ég taldi
mér trú um, að Denise væri
öðruvísi en aðrar stúlkur, að
hún gæti elskað mig. Þú veizt
ekki hve auðvelt er að láta
blekkjast, þegar maður er
krypplingur! Maður gerir æ
minna úr vanskapnaði sínum,
og áður en varir er maður orð-
inn að myndarlegum pilti í stað
hlægilegs og bæklaðs dvergs.“
„Góði Henri, talaðu ekki
svona.“
„En það er það sem ég er,“
sagði hann með beiskju. „Og
þess vegna verð ég að fara aft-
ur til Montmartre."
Hann sá að varir hennar titr-
uðu og hún kreppti hnefana.
„Fyrirgefðu mér, mamma, að
ég skyldi valda þér þessum sárs-
auka. En þetta er eina lausnin.
Það sem kom fyrir í kvöld,
hlaut að koma fyrir, og það
kemur fyrir aftur, ef ég verð
hér. Það var aðeins tilviljun, að
Denise varð fyrir því. Ég get