Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 18
16
ÚRVAL
kona getur staðizt! Enginn slær
gullhamra þeim manni, sem
hann ætlar að drepa!“
„Látum svo vera,“ greip
Sakljatjin fram í og þurrkaði
sér um ennið. ,,Gerum ráð fyrir,
að þér séuð ósköp venjulegur
maður. Hvað sannar það?“
,,Að til eru þúsundir ósköp
venjulegra manna. Þér æthð þó
ekki að drepa þá alla?“
„Nei. En þeir eru heldur ekki
elskhugar konunnar minnar.“
„Ef ósköp venjulegur maður
er elskhugi einhverrar konu,
hvað er þá því til fyrirstöðu,
að annar geti eins orðið það?
Það er hreinasta happdrætti!"
„Sem eiginmaðurinn tapar
alltaf í,“ bætti Sakljatjin við og
brosti beisklega.
„Örvæntið ekki! Ef ég kvæn-
ist mun ég einnig tapa.“
„Eruð þér viss um það? Þér
eruð kaldlyndur að þér skuluð
geta hugsað svona. Er þá ekki
til neitt sem heitir tryggð í
ástum?“
Rukavoff stóð upp, rétti út
aðra höndina og bar ótt á þeg-
ar hann hóf máls:
„Nei! Varanleg ást er ekki til.
Tryggð er ekki til — getið þér
bent mér á nokkurt dæmi því
til afsönnunar ? Þér segið: kona
Petrovs hefur alla ævina verið
manni sínum trú! Kona Sidor-
offs dó án þess að rjúfa hjú-
skaparheit sitt! Hundruð slíkra
dæma eru til, já þúsund! Það
er satt. En þau afsanna ekki
orð mín. Þér getið meira að
segja bætt við, að tugir aðdá-
enda hafi árangurslaust sótzt
eftir konum Petrovs og Sidor-
offs, að glæsimennið Ivanoff
hafi boðið þeim allt sitt, að
gáfnahesturinn Kardoff hafi
reynt að sannfæra þær um til-
gangsleysi hjónabandstryggðar-
innar, að stórlaxinn Grigorieff
hafi árangurslaust reynt að
blinda þær með ljómanum af
auðlegð sinni og völdum. Saklja-
tjin! Hlustið á mig: allt er þetta
einskis virði, því að Sasonoff var
hvergi nærri!“
„Hvaða Sasonoff?”
„Sasonoff! Ég hitti hann al-
veg nýlega, hann lifir í góðu
gengi, hann er í hverri borg,
þorparinn sá arna: í Karkow,
Odessa, Kiev, Novotjerkask!“
„Hvaða Sasonoff?“
Hlustið á: í Moskvu búa
hjónin Vasiljeff. I fjörutíu ár
hafa þau lifað eins og ein sál,
haldið hjúskaparheit sitt og
elskað hvort annað. En þrátt
fyrir þetta hafið þér, Sakljatjin,