Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 27
NÝJUNGAR I LÆKNISFRÆÐI
25
um, einkum risli, hverfa um
tíma þeir gagnlegu gerlar, sem
hjálpa til við meltinguna, leysa
B-vitamín úr læðingi eða jafnvel
framleiða þau, og þarf því að
gefa aukaskammt af þeim efn-
um meðan á meðferð stendur, en
ekki mundi verða horft í þessa
vankanta, ef um væri að ræða að
bjarga dauðvona kíghósta- eða
taugaveikissjúklingi, eins og að
líkum lætur.
Svipaða sögu má segja um
flest sýklaskæðu efnin, og eins
það, að sýklarnir geta smám-
saman öðlazt ónæmi gegn lyf-
inu, ef það er notað í of smá-
um skömmtum í fyrstu eða ó-
þarflega oft. Þess vegna má ekki
nota þessi lyf gagnrýnislaust,
heldur þarf að meta og vega
hvert tilfelli vandlega áður en
gripið er til þeirra, til þess að
hægt sé að fá fulla verkun þeg-
ar mest ríður á, en dásamlegt
er að vita af þeim í handrað-
anum, og geta notað þau þeg-
ar svo ber undir.
Enn sem komið er hefur ver-
ið mjög erfitt að fá þessi efni
hér á landi, nema penisillín
og streptomycin, en væntanlega
rætist bráðlega úr því.
Svo mörg orð um sýklaskæðu
efnin, og komum við nú að öðr-
um efnum, sem mjög hafa ver-
ið umrædd upp á síðkastið.
Litið í efnasmiðjur heiladinguls
og nýrnahetta.
Nýtt gigtarlyf.
Hið nýja gigtarlyf cortisone
á sína sögu, og hefur ekki kom-
ið fyrirhafnarlaust upp í hend-
urnar á okkur.
Læknar og efnafræðingar
unnu að þessum málum í 13 ár
áður en fyrsti gigtarsjúkiingur-
inn varð læknaður.
Sú tegund gigtar, sem hér er
um að ræða er hinn voðalegasti
sjúkdómur. Það er liðagigt, sem
kreppir og hnýtir liðina, með
miklum kvölum, og bindur menn
við rúmið eða hjólastólinn ár-
um og jafnvel áratugum saman.
Læknir nokkur í Bandaríkj-
unum veitti því athygli, að ef
konur, sem höfðu sjúkdóminn,
urðu barnshafandi, batnaði þeim
á meðan, svo að þær kenndu sér
einskis meins um meðgöngutím-
ann, en þegar barnið var fætt,
sótti bráðlega í sama horfið aft-
ur.
Konur, sem reynt höfðu þessa
dásamlegu lækningu, kappkost-
uðu að verða sem fyrst barns-
hafandi aftur, einnig í þeirri von,