Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 124
122
ÚRVAL
Það var dýrðlegasta hnoss á
þessari jörð.
Hún hafði ekki neitað hon-
um um neitt, af því að hún vildi
að hann fengi að drekka bikar
ástarinnar í botn.
Hún elskaði hann ekki —
hann var viss um það. Hún
myndi aldrei elska hann. Hún
hafði gefið honum líkama sinn,
en ekki hjarta sitt.
Hann var aftur á móti orð-
inn ástfanginn af þessari fögru
stúlku — og hann harmaði
það. Hann átti erfitt með að
leyna tilfinningum sínum, en
þó varð hann að gera það.
Hann hafði lofað því, og auk
þess hefði það verið hlægilegt,
ef hann hefði farið að játa svo
glæsilegri stúlku sem Myriame
ást sína.
Henri stóð við orð sín og
minntist aldrei á ást sína, en
þó varð nokkur breyting á
kunningsskap þeirra er frá leið.
Hann hafði ekki eins mikla
ánægju af því að vera með henni
í fjölmenni og hann hafði áð-
ur haft. Hann varð afbrýði-
samur og fór jafnvel að óska
þess, að hún væri ekki eins
fögur og hún var, því að hann
var hræddur um hana fyrir öðr-
um karlmönnum. Hún varð vör
við afbrýði hans og fannst sér
misboðið.
Óhamingjusöm ást er eins og
líkamlegur sjúkleiki: Annað-
hvort færist hún í aukana og
versnar, eða batnar og hverf-
ur. Eftir því sem lengur leið,
spillti eigingjörn ást Henris æ
meir samverustundum þeirra.
Þegar leið að því að opna
skyldi Lundúnasýninguna, varð
Henri enn daprari og óró-
legri. Hann gat ekki til þess
hugsað, að verða að skilja Myi'i-
ame eftir í París. Loks neitaði
hann algerlega að fara til Lond-
on, en Maurice og Myriame gátu
þó talið hann á það.
Myriame fylgdi honum á
brautarstöðina.
,,Ég verð ekki nema viku í
burtu,“ sagði hann. ,,Þú mátt
tii með að skrifa mér . . . .
Þegar ég kem aftur, verður
mikil breyting . . .“
Hún hreyfði sig ekki og það
var eins og hún hefði ekki
heyrt þessi orð hans. Hún horfði
aðeins á hann eins og hún væri
að reyna að segja honum eitt-
hvað með augunum.
Lestin mjakaðist af stað.
„Vertu sæll, Henri . . .“ Hún
kyssti hann á munninn. „Vertu
sæll, elskan . . . Gleymdu mér
ekki.“
Hann veifaði til hennar út
um vagngluggann, þar til hann
gat ekki eygt hana lengur.
Að viku liðinni var Henri
aftur á leiðinni til Parísar.
Hann var kvíðinn, af því að
Myriame hafði ekki skrifað.
Hún hafði ekki einu sinni
þakkað honum fyrir blómin,
sem hann hafði sent henni. Var
hún veik?
Hann ók rakleitt heim til sín