Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 80
78
ÚKVAL
fyrir kynbætur á kartöflum.
Markmið kartöflukynbótanna
var að fá fram eiginleika, sem
yki þol þeirra gegn næturfrost-
um og gerði þær óætar fyrir
coloradobjölluna.
Er nokkur von til þess að slíkt
sé hægt? Já, til þess benda til-
raunir þjóðverja, sem telja sig
hafa fært sönnur á, að það sé
aðallega ákveðinn styrkleiki af
acetaldehýð í blöðum kartöflu-
jurtarinnar, sem geri hana girni-
lega fyrir bjöllurnar. Athyglis-
verð er tilraun með tegund (sol-
anum chacoense), sem colora-
dobjallan ræðst ekki á. En ef
dælt var í hana safa úr venju-
legri kartöflujurt (solenum tu-
berosum), átu bjöllurnar hana
með góðri lyst. Ónæmu tegund-
ina skortir því bersýnilega þad
ilmefni, sem laðar bjöllurnar að
venjulegum kartöflujurtum.
Áttatíu árum eftir fyrstu
skyssuna virðist því svo sem
mennimir ætli að endurtaka
hana, ef afleiðingin verður sú,
að bjöllurnar verða að leita sér
nýrra beitilanda. Og paö geta
þær, á því er enginn vafi. Á
Spáni og einnig nýlega á Fíla-
beinsströndinni í frönsku Vest-
ur-Afríku hefur coloradobjall-
an komizt upp á að éta tómat-
plöntur!
Coloradobjallan er meindýr,
sem býr yfir miklurn möguleik-
um til að gera illt af sér. Okkur
ber að sjá til þess að sem minnst
verði úr þeim möguleikum.
„Meindýrið", sem vantaði.
Nýbakaður leikhússtjóri, sem ætlaði að sýna óperu í leik-
húsi sínu, var að því spurður, hvað liði undirbúningi óperu-
sýningarinnar.
„Okkur vantar coloradosöngkonu," sagði leikhússtjórinn á-
hyggjufullur.
Fyrirmyndar faðir.
Palli litli kom of seint i sunnudagaskólann og varð að gefa
skýringu á því. „Ég ætlaði að fara að veiða, en pabbi vildi ekki
lofa mér það,“ sagði hann.
„Þú ert heppinn að eiga svona föður," sagði kennarinn. „Sagði
hann þér af hverju þú mættir ekki fara að veiða í dag?“
„Já,“ sagði Palli. „Hann sagði, að sér þætti það leiðinlegt, en
það væri ekki til nóg af maðki handa okkur báðum."
— Country Gentleman.