Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 23
NÝJUNGAR I LÆKNISFRÆÐI
21
vismut gegn nokkrum hitabeltis-
sjúkdómum og sárasóttinni.
Gullið, sem kom fram 1924,
sem berklalyf, brást vonum
manna.
Síðan hafa mörg lyf komið
fram gegn berklum, sem þó fæst
hafa staðizt próf reynslunnar,
en nánar um það síðar.
Digitalis, sem unnið er úr blöð-
um skrautjurtar, er víða vex
hér í görðum, hefur reynzt ó-
metanlegt í baráttunni við
hjartasjúkdómana síðan það
uppgötvaðist 1785.
I kringum 1935 komu svo
súlfalyfin til sögunnar og ollu
gagngerðri byltingu, en þau réðu
við banvæna graftarsýkla, þótt
komnir væru í blóðið, og gjör-
breyttu allri sárameðferð, og á
mörgum öðrum sviðum breyttu
þau viðhorfinu gjörsamlega.
1 verkunum sínum á sýklana
voru súlfalyfin undanfari peni-
sillínsins, þótt uppruninn væri
allur annar, og erum við þá
komnir að hinum svokölluðu líf-
rænu, sýklaskæðu lyfjum, eða
antibiotica, eins og þau eru köll-
uð á útlendum málum.
Hin lífrænu sýklaskæðu lyf.
Eins og oft áður, var það hend-
ing ein, sem réði því, að penisill-
ínið fannst. Myglusveppir kom-
ust í sýklagróður, og þegar
fræðimaðurinn fór að skoða
þennan sýklagróður sinn, varð
hann sem snöggvast gramur yf-
ir því, að allt væri eyðilagt á
gróðurplötunni.
Slíkt og þvílíkt hefur sjálf-
sagt oft skeð áður, án þess að
frekar væri út í það hugsað,
en í þetta skipti var réttur mað-
ur á réttum stað, dr. Flemming
í Lundúnum; eftir augnabliks
óánægju tók hugsunin aðra
stefnu, hugmyndaflugið fékk
byr undir báða vængi — sýkl-
arnir, sem verið var að rækta
voru dauðir á afmörkuðu svæði
í kringum mygluna, þar var
eyða á plötunni Gat það ver-
ið, að myglan framleiddi sýkla-
drepandi efni? Þetta varð að
skoðast nánar. Síðan var hafið
þrotlaust tilraunastarf, sem að
lokum bar þann glæsilega árang-
ur, er við flest þekkjum í dag.
Hér var fundið efni, sem fram-
leitt var af smáverum í verk-
smiðju náttúrunnar, bráðdrep-
andi fyrir margar skæðar sótt-
kveikjur, en skaðlaust fyrir
frumur líkamans.
Hér var eigi aðeins fundið
merkilegt lyf við mörgum mann-
skæðustu sjúkdómunum, svo