Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 64
62
ÍTRVAL
þeirri stundu má enginn annar
neyta ávaxta af þeim. Ef þau
bera meiri ávöxt en barnið get-
ur torgað, eru þeir látnir rotna.
Sama máli gegnir um taro-
rótarhnýðin; hver einstaklingur
á sinn eigin taro-garðblett. Ef
minn blettur gefa góða uppskeru
en þín uppskera bregzt, fleygi
ég því, sem ég get ekki torgað
af minni, en þú sveltur. Guðir
jarðargróðursins eru harð-
br jósta. Þessi skipting hins rækt-
aða lands í ótal smáskika stend-
ur landbúnaðinum mjög fyrii'
þrifum og hefur einnig slæm á-
hrif á mataræði fólksins.
Margskonar bannhelgi leggur
aukið erfiði á herðar konunnar.
Tökum dæmi af sex manna Yap-
fjölskyldu. Húsmóðirin verður
að safna taro eða kókoshnetum
handa hverjum einstökum úr
hans garði og af hans tré, halda
þeim aðgreindum og sjóða í sér-
stökum potti handa hverjum
f jölskyldumeðlim. Það er furðu-
leg sjón, að sjá húsmóður á þön-
um um húsagarðinn með sex
potta á sex hlóðum, sem hún
þarf stöðugt að vera að blása
eldinum í.
Óttinn er stöðugt viðlag við
líf þessa frumstæða fólks. ótti
við guði sólar og tungls, vinda
og sjávar, kletta og moldar, og
þó einkum guði nánustu og beztu
vina þess: dýranna og jurtanna.
Það þekkir ekki umhverfi sitt.
Fáfræðin er faðir óttans.
•k ★
Fyrir rétti.
Sir Henry Irving, þekktur og vinsæll leikari á sínum tíma,
var eitt sinn kallaður sem vitni í þjófnaðarmáli, en þjófnaður-
inn hafði verið framinn á götu úti. Verjandi hins ákærða var
að yfirheyra vitnið: „Hvenær átti þjófnaðurinn sér stað?“ spurði
hann valdsmannslega.
,,Ég hugsa —,“ hóf Sir Henry máls.
Verjandinn greip fram í. „Hugsa, hugsa, okkur kemur ekk-
ert við hvað þér hugsið. Við viljum fá að vita staðreyndirnar."
,,Þá get ég eins vel farið,“ sagði Sir Henry. ,,Ég er ekki lög-
fræðingur — ég get ekki talað án þess að hugsa.“
— Laughter Is Legal.