Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 106
104
ÚRVAL
mynd hans var ekki tekin á
Salonsýninguna, en nú var hann
farinn að ná sér eftir vonbrigð-
in. Hann kvartaði aldrei yfir
tilbreytingarleysinu og minnt-
ist ekki á Montmartre.
Henri var vaknaður. Hann
horfði upp í loftið og fór að
velta því fyrir sér í þúsundasta
sinn, hvað komið hefði yfir hann
þennan morgun í málaraskólan-
um. Hvað hafði komið honum
til að bjóða Cormon, kennaran-
um sínum, byrginn? Hann gat
ekki skýrt það, nema ef vera
skyldi með því, að hann hefði
verið þreyttur og örvæntingar-
fullur, en þá segja menn oft
ýmislegt, sem þeir hafa ekki
ætlað sér.
Cormon hafði staðnæmzt hjá
horninu og byrjað á hinu venju-
lega masi sínu. „Mjög gott,
Lautrec. Maður sér að þig vant-
ar ekki viljann. Auðvitað skort-
ir þig alla fágun, þú hefur enga
meðfædda gáfu, en það geta
ekki allir verið meistarar, n’est-
ce pas?“ Undir venjulegum
kringumstæðum hefði Henri
látið þessi hörðu ummæli
kennara síns sem vind um eyr-
un þjóta. Hann hefði tekið þeim
með auðmýkt og haldið áfram
að mála. En ekki þennan morg-
un! Hann varð skyndilega grip-
inn ofsalegri bræði. Hann sneri
sér að Cormon og skýrði hon-
um hreinskilningslega frá því,
hvaða álit hann hefði á hinni
fáguðu list hans. Ó, það var
stutt gaman en skemmtilegt!
Hann hafði hrópað og hlegið
. . . Já, það hafði verið góð
skemmtun! En þó hafði honum
verið ljóst, að með þessu athæfi
væri hann að eyðileggja fram-
tíð sína sem málari, fremja
sjálfsmorð sem listamaður . . .
Þjónn kom út á svalirnar með
nafnspjald á silfurbakka.
„Vagninn er við hliðið, frú.“
Hún tók við spjaldinu, leit á
það og hrópaði: „Mon Dieu?
Það er Angélique.“
Angélique? Hver var hún?
Henri reis á fætur. Jú, nú kann-
aðist hann við nafnið. Angélique
var skólasystir móður hans úr
klausturskólanum í Narbonne.
Þær höfðu alltaf verið miklar
vinkonur. Angélique hafði gifzt
foringja í flotanum.
Þau flýttu sér að taka á móti
gestinum. Út úr vagninum sté
feitlagin, miðaldra kona og
varpaði sér í fang greifafrúar-
innar.
„Adéle!“
„Angélique!"
En það var líka annar far-
þegi í vagninum, ung stúlka,
klædd í svartan sorgarbúning.
Henri tók andköf. Júlía! . . .
Auðvitað var það ekki Júlía.
Júlía var ljóshærð, en þessi
stúlka hafði jarpt hár. Auk
þess var hún ekkert lík henni.
„Þetta er Denise, dóttir mín,“
sagði Angélique. „Nú, þegar
maðurinn minn er dáinn“ —-
hún tárfelldi — „erum við
Denise einar og yfirgefnar."
Lífið í höllinni tók miklum