Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 85
Enskur ofursti og rithöfundur seg'ir
frá ýmsu skemmtilegu —
Um lifnaðarliœtti fílanna.
Úr „Leader Magazine",
eftir J. H. Wiliiams ofursta.
"17TLLTIR FlLAR lifa oftast
" í hópum, 30—50 saman, og
ferðast yfir stórt svæði á ári
hverju í leit að mat. Á árstíð
monsúnvindanna frá því í júní
og fram í október, lifa þeir á
bambusnýgræðingi uppi í há-
lendinu og flytja sig á hérumbil
viku fresti af einu hæðadrag-
inu á annað.
Hópurinn þræðir sömu leiðina
frá ári til árs í leitinni að fæðu
og lætur eftir sig greinilega slóð
eftir ásahryggjunum. Þar sem
þeir fara niður að vatnsbólun-
um, ganga þeir gæsagang, hver
á eftir öðrum og hver í annars
spor, þannig að smámsaman
myndast tröppugangur niður
hæðirnar.
Þó að þeim sé illa við að verða
fyrir ónæði, grípur þá sjaldan
ofsahræðsla, eins og oft á sér
stað. um önnur stór villidýr. Af
næstum óhugnanlegri skynsemi
fylkja þeir sé um ákveðinn fíl
Williams ofursti er þekktur undir
nafninu ,,Fíla-Bill“ (Elephant-Bill).
Hann hefur varið mestum hluta ævi
sinnar til að rannsaka lifnaðarhætti
fílanna, einkum í Indlandi og Burma.
Grein þessi er tekin úr bók eftir hann,
sem kom' út í Englandi í fyrra, og
var á meðal mest lesnu bóka ársins.
og bíða þess rólegir, að hann
finni beztu leiðina til undan-
komu. Síðan fylgja þeir honum,
allir sem einn af skilyrðislausri
hlýðni. Þeir fara yfir stokka og
steina og allar hindranir eins og
jarðýtur. Ef þeir eru ekki viss-
ir um hvaðan hættan ógnar,
hörfa þeir til baka, í þrefaldri
eða fjórfaldri röð, sömu leið og
þeir komu.
Ungarnir fæðast flestir í
marz, apríl eða maí, og ég er
sannfærður um, að ef móðhún
verður hrædd, getur hún borið
ailt að mánaðargamlan unga í
rananum.
Fæðingin er mikill f jölskyldu-