Úrval - 01.06.1951, Side 56

Úrval - 01.06.1951, Side 56
54 ÚRVAL vera glöð, var móðir hennar. Hún skildi til dæmis mætavel, að dóttur hennar langaði til að flytja í fínna hverfi, þó að íbúð- in, sem þau bjuggu í, væri í sjálfu sér ágæt. Og það var ekki öðru að kenna en þráa manns- ins, að þau fluttu ekki. Hann var alltaf á móti öllu, sem hún stakk upp á. Nei, hún hafði sannarlega enga ástæðu til að vera glöð. Henni fannst oft, að maðurinn sinn, börnin, nágrannarnir, já allur heimurinn væri óréttlátur og miskunnarlaus gagnvart sér. Hvað kemur til, að frú Pet- ersen lítur þannig á tilveruna? Það er hugsanlegt, að hún hafi sett sér markmið í lífinu, sem hún getur ekki náð eins og líf hennar er. Hver eru þau markmið ? spyrjum við forvitin. Grundvöllur þeirra var lagður fyrir löngu, þegar frú Petersen var lítil telpa, sem hafði gaman af að leika sér að brúðum. Oft á hverjum degi sagði móðir hennar, að hún yrði að vera góð, iðin, þæg og þrifin ef hún vildi, að jólasveinninn kæmi með gjafir handa henni eða vildi ekki, að hún yrði látin fara í rúmið án þess að fá nokkuð að borða. Ef hún geri ekki eins og móðir hennar segi henni, sé hún ekki þæg og þá fái hún högg á fingurna. Og ef hún kærir sig ekki um að gera það sem móðir hennar vill að hún geri, þá sé hún ekki iðin. Þegar hún var ekki góð, sagði móðir hennar: ,,Þú ert ekki eins góð og Lísa systir þín“, og ef hún nennti ekki að lesa lexíurn- ar sínar, var hún ,,ekki eins ið- in og bróðir hennar“. Það var alltaf einhver, sem var betri en hún. Ef hún vildi fá gjafir og góðan mat (og það vilja öll börn), þá varð hún að vera góð. Ef hún var ekki nógu góð, voru aðrir, sem voru betri. Mömmu þótti vænst um þá, sem voru beztir. Hún varð því að gera sér far um að skara fram úr öllum öðrum. Hún varð að vera bezt af öllum svo að mömmu gæti þótt verulega vænt um hana. Hún var knúin til samkeppni, til að vera betri en systirin, iðn- ari en bróðirinn, stilltari en Karen, fljótari en Maren og dug- legri í skólanum en Metta. Og þegar hún var orðin stór og hætti að leika sér að brúð- um, skipti mestu máli að finna mann, sem gæti kannski hækk- að svo í stöðu, að hún gæti orð- ið eitthvað gegnum hann. Því að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.