Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 56
54
ÚRVAL
vera glöð, var móðir hennar.
Hún skildi til dæmis mætavel,
að dóttur hennar langaði til að
flytja í fínna hverfi, þó að íbúð-
in, sem þau bjuggu í, væri í
sjálfu sér ágæt. Og það var ekki
öðru að kenna en þráa manns-
ins, að þau fluttu ekki. Hann
var alltaf á móti öllu, sem hún
stakk upp á.
Nei, hún hafði sannarlega enga
ástæðu til að vera glöð. Henni
fannst oft, að maðurinn sinn,
börnin, nágrannarnir, já allur
heimurinn væri óréttlátur og
miskunnarlaus gagnvart sér.
Hvað kemur til, að frú Pet-
ersen lítur þannig á tilveruna?
Það er hugsanlegt, að hún
hafi sett sér markmið í lífinu,
sem hún getur ekki náð eins og
líf hennar er. Hver eru þau
markmið ? spyrjum við forvitin.
Grundvöllur þeirra var lagður
fyrir löngu, þegar frú Petersen
var lítil telpa, sem hafði gaman
af að leika sér að brúðum. Oft
á hverjum degi sagði móðir
hennar, að hún yrði að vera
góð, iðin, þæg og þrifin ef hún
vildi, að jólasveinninn kæmi
með gjafir handa henni eða vildi
ekki, að hún yrði látin fara í
rúmið án þess að fá nokkuð að
borða. Ef hún geri ekki eins
og móðir hennar segi henni,
sé hún ekki þæg og þá fái hún
högg á fingurna. Og ef hún
kærir sig ekki um að gera það
sem móðir hennar vill að hún
geri, þá sé hún ekki iðin.
Þegar hún var ekki góð, sagði
móðir hennar: ,,Þú ert ekki eins
góð og Lísa systir þín“, og ef
hún nennti ekki að lesa lexíurn-
ar sínar, var hún ,,ekki eins ið-
in og bróðir hennar“. Það var
alltaf einhver, sem var betri en
hún. Ef hún vildi fá gjafir og
góðan mat (og það vilja öll
börn), þá varð hún að vera góð.
Ef hún var ekki nógu góð, voru
aðrir, sem voru betri. Mömmu
þótti vænst um þá, sem voru
beztir. Hún varð því að gera sér
far um að skara fram úr öllum
öðrum. Hún varð að vera bezt
af öllum svo að mömmu gæti
þótt verulega vænt um hana.
Hún var knúin til samkeppni,
til að vera betri en systirin, iðn-
ari en bróðirinn, stilltari en
Karen, fljótari en Maren og dug-
legri í skólanum en Metta.
Og þegar hún var orðin stór
og hætti að leika sér að brúð-
um, skipti mestu máli að finna
mann, sem gæti kannski hækk-
að svo í stöðu, að hún gæti orð-
ið eitthvað gegnum hann. Því að