Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 8
6
ÚRVAL
lauk, höfðu þeir farið yfir eyj-
una þvera og endilanga, yfir
jökia og fjöll og meðfram mikl-
um hluta strandlengjunnar.
Nafn sitt í sögu landkönnun-
ar skráði Vilhjálmur fyrst ár-
ið 1906. Vegna greinar, sem
hann hafði skrifað um fund
Grænlands var honum boðin
þátttaka í leiðangri til Alaska,
sem tveir landkönnuðir, Ernest
de Koven Leffingwell og Ejnar
Mikkelsen höfðu undirbúið. Vil-
hjálmur tók boðinu og sagði
starfi sínu við Harvardháskóla
lausu. I stað þess að fara um
borð í leiðangursskipið í Vic-
toria í Brezku Columbia, eins
og til var ætlazt, kaus hann held-
ur að fara landveg frá Boston
og mæta skipinu við Herschel-
eyju í norðuríshafinu við mynni
Mackenzieárinnar. Það var Vil-
hjálmi líkt, að jafnvel sem byrj-
andi í landkönnun gat hann ekki
samið sig að siðum annarra.
Hann hefði getað sparað sér
mikið erfiði, ef hann hefði farið
með lest frá Brezku Columbia,
en hann kaus heldur að leggja
á sig erfiðið. Leffingwell og Mik-
kelsen voru aðeins skuldbundnir
til að borga ferðakostnað hans
frá Victoria og Vilhjálmur varð
því að leggja nokkuð af mörk-
um sjálfur og kaupa sér útbún-
að. Einn af samkennurum hans
hefur sagt um brottför hans:
„Hann var eins og hann ætti
ekki bót fyrir rassinn á sér þeg-
ar hann lagði af stað. Hann var
með allar föggur sínar í rósa-
klút og minnti einna helzt
á járnbrautarviðgerðarmann.“
Hið rétta var þó, að Vilhjálm-
ur hafði nurlað saman nærri
þúsund dollurum, en hann var
þeirrar skoðunar, að bezt væri
að ferðast með léttan mal.
Ferðin til Herscheleyjar reynd-
ist vandasamari en hann hafði
ætlað. Nyrðri hluti leiðarinnar
að mynni Mackenzieárinnar var,
að því er virðist, ekki sérlega
fjölfarin, og álitið er, að Vil-
hjálmur hafi ekki alltaf farið
troðnar slóðir. Farartæki hans
voru margvísleg. Sumstaðar á
leiðinni um Kanada var of grýtt
til að ganga og varð hann þá
að fara með lest. Annars stað-
ar fór hann ríðandi á hestum,
fleytti sér niður ár á flekum,
synti eða gekk. Þó að Vilhjálm-
ur hafi alla tíð gert lítið úr því
að erfitt sé að ferðast um norð-
urhjarann, viðurkennir hann
hreinskilnislega, að sum atvik
í þessari ferð hafi verið ógeð-
felld. Hann viðurkennir, að mý-
ið hafi valdið sér miklum óþæg-
indum. ,,Það kom stundum eins
og ský af himni,“ segir hann.
„Sumar flugurnar voru eins og
haukar.“ En þrátt fyrir erfið-
leikana, naut Vilhjálmur ferðar-
innar í ríkum mæli, og sá fasti
ásetningur skapaðist hjá hon-
um, að helga sig landkönnun í
framtíðinni.
Svo fór, að lítið varð úr leið-
angri Leffingwells og Mikkel-
sens. Leiðangursskipið rakst á
sker og leiðangursmenn komust