Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 19
SASONOFF
17
ekki rétt til að segja: ó, hún er
í raun og sannleik trygg og trú
þessi undurfagra frú Vasiljeff!
Hvert glæsimennið á fætur öðru
sóttist eftir henni, en hún var
manni sínum trú. — Af hverju
var hún honum trú? Var það
af því að hjarta hennar skorti
með öllu hæfileikann til að vera
ótrútt? Nei, Sakljatjin! Ástæð-
an var engin önnur en sú, að
Sasonoff var um þessar mundir
í Novotjerkask. Hann hefði ekki
þurft annað en koma til Moskvu,
nægt hefði, að hann hitti af til-
viljun Vasiljeffhjónin ■— og
hamingja mannsins hefði rokið
út í veður og vind, horfið eins
og dögg fyrir sólu. Er þá í al-
vöru hægt að tala um tryggð
jafnvel beztu eiginkvenna, þeg-
ar tryggðin er algerlega undir
því komin að einhver Sasonoff
verði kyrr í Novotjerkask?“
,,Ef svo er,“ sagði Sakljatjin
þungbúinn á svip, „erurn við
aftur komnir að því, sem ég
sagði áðan: þessa Sasonoffa á
að drepa eins og óða hunda!“
,,Gáið nú að yður! Þá yrðuð
þér einnig drepinn.“
„Ég? Því þá það?“
„Af því að þér eruð líka
Sasonoff einhverrar konu, sem
á heima í Kurks eða Obojan.
Vel má vera að þér hittið hana
aldrei: þeim mun betra fyrir
manninn hennar; en þér eruð
— Sasonoff.“
Sakljatjin studdi olnbogunum
á borðið, hvíldi ennið í lófum sér
og stundi.
„En er þá engin leið út úr
ógöngunum? Guð minn góður,
eru öll sund lokuð?“
„Stillið yður,“ sagði Rukavoff
með hluttekningu og klappaði á
öxl hans. „Viljið þér te?“
„Guð minn góður, að þér skul-
uð geta talað svona kaldrana-
lega!“
„Allir þurfum við að drekka
te,“ sagði Rukavoff og brosti.
„Það var gruggugt, en nú eru
blöðin botnfallin. Á ég að hella
í glasið?“
„Ó, guð minn, guð minn . . .
já, hellið í!“
„Tvo sykurmola? Eða þrjá?“
„Þrjá.“
„Viljið þér hafa teið sterkt?“
„Rukavoff! Eru öll sund lok-
uð?“
„Þér hafið eitt ráð,“ sagði
Rukavoff lágt og brosti um
leið. „Þegar þér komuð hingað
áðan, munið þér það ? Þér ætluð-
uð að drepa mig eins og óðan
hund.“
„Nei,“ sagði Sakljatjin alvar-
3