Úrval - 01.06.1951, Síða 109

Úrval - 01.06.1951, Síða 109
RAUÐA MYLLAN 107 aldrei elskað þig og mun aldrei gera það. Það væri fjarstæða.“ „Hvað er fjarstæða?“ Hann var orðinn öskugrár í andliti. Fingur hans krepptust um hendur hennar. „Hvers vegna? Af því að ég er krypplingur? Er það vegna þess? Af því að ég er krypplingur ?“ Hún var orðin bæði hrædd og reið. Hún sneri sér að honum og hvessti á hann augum, sem flóðu í tárum: „Já!“ hrópaði hún. „Já, já! Af því að þú ert krypplingur og líka af því að þú ert ljótur. Þú ert ljótasti maður, sem ég hef nokkurntíma . . .“ Hún lauk ekki við setning- una. Allt í einu þreif hann hana í faðm sinn, og kyssti hana á munninn. Hann fann rakar varir hennar og þrýstin brjóst eins og í draumi. Hún sleit sig lausa og hljóp fram að dyrunum. Hann sat kyrr á bekknum og var niður- lútur. „Viðbjóðslega fíflið þitt! Það vill þig engin stúlka! Aldrei! Heyrir þú það, Henri?“ Hann tók ekki eftir þegar hún fór, en skömmu seinna heyrði hann háværar raddir í dagstofunni, bjöllu var hringt og eftir nokkra stund var vagni ekið á brott. I nokkrar mínútur var hann algerlega tilfinningalaus og viðutan, en smámsaman komst hann til sjálfs sín. Honum varð ljóst, að hann yrði að segja móður sinni alla söguna. Myndi hún nokkurntíma geta fyrirgef- ið honum? Hann tók staf sinn og haltr- aði út úr herberginu. Móðir hans sat við arininn í dagstof- unni, í sama stóínum og Angélique hafði setið í fyrir stundu. „Þú hefur vitað um þetta lengi, mamrna — þú hefur vit- að að ég myndi gera mig að at- hlægi,“ sagði hann og einblíndi í glæðurnar. „Mig grunaði líka, að svona myndi fara. En ég taldi mér trú um, að Denise væri öðruvísi en aðrar stúlkur, að hún gæti elskað mig. Þú veizt ekki hve auðvelt er að láta blekkjast, þegar maður er krypplingur! Maður gerir æ minna úr vanskapnaði sínum, og áður en varir er maður orð- inn að myndarlegum pilti í stað hlægilegs og bæklaðs dvergs.“ „Góði Henri, talaðu ekki svona.“ „En það er það sem ég er,“ sagði hann með beiskju. „Og þess vegna verð ég að fara aft- ur til Montmartre." Hann sá að varir hennar titr- uðu og hún kreppti hnefana. „Fyrirgefðu mér, mamma, að ég skyldi valda þér þessum sárs- auka. En þetta er eina lausnin. Það sem kom fyrir í kvöld, hlaut að koma fyrir, og það kemur fyrir aftur, ef ég verð hér. Það var aðeins tilviljun, að Denise varð fyrir því. Ég get
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.