Úrval - 01.06.1951, Síða 97
RAUÐA MYLLAN
95
Greifafrúin er stödd í bóka-
safnsherberginu að velja sér
bók . . . Henri rís upp úr stóln-
um og gengur nokkur skref í
áttina til hennar óstuddur . . .
Hann hrasar á hálu gólfinu og
getur ekki staðið upp aftur.
„Fóturinn er brotinn, frú,“
sagði læknirinn um leið og hann
lagði spelkur við brotið. „Hann
verður gróinn eftir mánuð.“ ■—-
En að mánuði liðnum var brotið
ógróið.
Læknirinn ráðlagði móðurinni
að fara með drenginn til Baré-
ges, þar væru sérfræðingar, og
auk þess hefði hann gott af
vatninu þar.
Ennþá einu sinni héldu þau
til Baréges, og þó einkennilegt
megi heita, reyndist læknirinn
sannspár. Brotið greri. Tveim
mánuðum seinna gat Henri
staulast við hækjur. Þá skeði
annað áfallið.
Henri var á gangi úti við og
önnur hækjan lenti á steinvölu,
sem var varla stærri en baun.
En drengurinn missti tökin á
hækjunni og datt.
„Mamma —“
í þetta skipti brotnaði hann
á báðum fótum.
Hann þjáðist mikið. Læknarn-
ir komu enn á ný, en nú voru
þeir hættir að brosa. Það lagði
af þeim klóróformþef og þeir
héldu á blikandi hnífum í hönd-
unum. Og þeir kvöldu hann
— kvöldu hann svo, að óp hans
heyrðust út í garðinn. Loks var-
hann orðinn svo örmagna, að
hann gat ekki hrópað lengur og
féll í dá. Aðeins varir hans héldu
áfram að bærast: „Mamma!
. . . mamma!“
Eftir fjórar aðgerðir til-
kynntu læknarnir greifafrúnni,
að þeir gætu ekki læknað dreng-
inn af því að hann skorti kalk
og önnur málmsölt. „Bein hans
þurfa að styrkjast, frú . . .
Royanheilsulindirnar reynast
vel í slíkum tilfellum.“
Aftur byrjaði flakkið milli
heilsulindanna. Læknarnir
komu sjaldnar og sjaldnar, og
þegar þeir komu, voru þeir al-
varlegir og íbyggnir, en með
þeim hætti játuðu þeir ósigur
sinn.
Henri var nú orðinn fjórtán
ára. Andlit hans var orðið fölt
af þjáningunum og hann hafði
ekkert stækkað síðustu fimm
árin. Hann var eins og litli
skóladrengurinn í Fontaneskól-
anum í París. Stundum, þegar
móðir hans virti fyrir sér hinn
barnslega líkama, fór hún að ef-
ast um að hann yrði nokkurn
tíma fullvaxta maður.
*
Þau voru stödd í Nizza, þeg-
ar kraftaverkið skeði. Einn
morgun var hann hitalaus. Það
var í fyrsta skipti í tvö ár, sem
hann var hitalaus.
Batinn hélt áfram og loks
rann upp sá dagur, þegar bein-
brotin voru gróin. Auðvitað
voru fætur Henris ekki alheilir,
því að þeir höfðu brotnað á
mörgum stöðum, en hann gat