Úrval - 01.06.1951, Side 11

Úrval - 01.06.1951, Side 11
.KLONDIKE STEF' 9 leiddi til uppreisnar. Nokkrir vísindamannanna óttuðust, að heili foringjans hefði orðið fyr- ir tjóni af völdum heimskauts- sólarinnar. Þeir minntu hann á, að allir fyrri heimskautsfarar hefðu verið á einu máli um, að heimskautshafið væri alveg dautt. ,,Þið verðið dauðir úr hungri eftir einn mánuð,“ sagði einn þeirra. Vilhjálmur sagðist hafa rannsakað þessa kenningu og fundið hana léttvæga, og hélt áfram undirbúningi sínum. Þeg- ar tilraun var gerð til að halda fyrir honum nokkrum tækjum, kallaði hann leiðangursmenn til ráðstefnu til að kanna hollustu þeirra. Fyrir harðfylgi nokkurra manna undir forustu Hubert Wilson og Morton McConnell, sem seinna urðu frægir heim- skautafarar, fékk hann að lok- um einróma traustsyfirlýsingu. Þegar Vilhjálmur lagði af stað út á ísinn ásamt tveim félögum sínum, Storker Storkerson og Ole Andreasen, seint í marz 1914, var það gegn ráðum flestra hvítra íbúa norðurheimskauts- landanna og margra eskimóa. Almennt var álitið, að þeir myndu ekki lifa af veru sína á ísnum. Þeir tóku með sér sex hunda, sleða sem hægt var að breyta í bát, tvo riffla, 330 skot- áfyllingar, mat til nokkurra vikna, svefnbúnað, matreiðslu- og vísindatæki. Áttu þeir að mæta einu leiðangursskipinu um þrem mánuðum seinna við Nor- egsey fimm hundruð mílum norðar. Fyrstu dagana lentu þeir í stórhríð, vindhraðinn mældist 140 km á klukkustund á landi og var talin snöggtum meiri úti á ísnum. Þeir reistu lítið tjald fyrsta kvöldið í glórulausri hríð og roki, en um nóttina tók ísinn að springa. Þeir félagar skipt- ust á að halda vakt úti fyrir, en þessi varúðarráðstöfun reyndist fljótt tilgangslaus, því að ekki sá handaskil. Varð þeim lítið svefnsamt. Um morguninn hafði dregið svo úr veðurgnýnum, að heyra mátti hundsgá fyrir utan tjald- ið. Skyggni var orðið tíu metr- ar, og taldi Vilhjálmur nú fært að halda áfram. Ferðin sóttist seint; nokkrum sinnum lá við að þeir gengju í vakir. Með því að markmið ferðarinnar var að sanna, að kvikt væri í norður- íshafinu, skyggndust þeir um eftir veiðibráð. Engin merki um dýralíf sáu þeir fyrstu hundrað mílurnar, og matarskammtur- inn var minnkaður um helming, einnig handa hundunum. Ör- deyða var áfram unz matar- skammturinn var kominn niður í nokkur hrísgrjón á dag. Hinn 13. maí komu þeir loks auga á nokkra seli í vök. Vil- hjálmur skaut tvo þeirra, en báðir sukku. Seinna skaut hann aðra tvo, sem einnig sukku. Dag- inn eftir skaut hann enn einn og náðist hann. Þeir félagar settust glaðir að snæðingi og átu selskjöt og selspik. Daginn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.