Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 2
Sitt af hverju.
Framhald af 3. kápusíðu.
af Feneyjum, Domenicusar Silivi-
usar, litinn gullgaffal. Seint á mið-
öldum tóku ítalskar hefðarfjöl-
skyldur almennt að nota gaffla,
en siðurinn breiddist hægt norður
eftir, þannig borðuðu Lúðvík 14.
frakklandskonungur og Elízabet
englandsdrottning með fingrunum,
en fyrsti enski þjóðhöfðinginn, sem
vitað er að hafi notað gaffal, var
Jakob I. Einnig í Ameríku voru
„byrjunarerfiðleikar"; Jonh Win-
throp landstjóri (1630) er sagður
hafa verið sá fyrsti, sem átti gaff-
al, og var hann geymdur í bústað
hans í Boston i lítilli öskju, eins
og hann væri dýrmætur kjörgrip-
ur.
Til lesendanna.
Úrval er að hugsa um að þreifa
fyrir sér um nýbreytni: að taka
upp spurningaþátt í tímaritinu.
Spurningaþætti þekkja menn vel
úr útvarpinu, og þá fyrst og
fremst þáttinn „Spurningar og
svör um íslenzkt mál“, sem var
fastur dagskrárliður og mjög vin-
sæll i nokkur ár, og einnig frá
kvöldvökum Stúdentafél. Reykja-
vikur, en þeir þættir voru kannski
öllu meir til skemmtunar en fróð-
leiks. Loks flytja vikublöðin og
mánaðarritin sum hver svör við
spumingum frá lesendum, og er
verulegur hluti þeirra ráðlegging-
ar til spyrjendanna í margvisleg-
um vandamálum þeirra.
Spumingaþáttur sá, sem hér á
að gera tilraun með, á fyrst og
fremst að vera fróðleiksþáttur.
Þeim lesendum, sem langar til að
fræðast um einhver sérstök atriði,
t. d. í hinum mörgu greinum nátt-
úruvisindanna, í íslenzku máli, í
heilsufræði og heilsuvemd, í hvers-
konar tækni, eða í öðrum fræði-
greinum, er hér með boðið að
senda fyrirspum til Úrvals, og
mun þá verða reynt að gefa grein-
argóð og áreiðanleg svör.
Hér er miklu lofað, og raunar
öllu upp í ermina, því að satt bezt
að segja hefur enginn viðbúnaður
verið hafður til að svala væntan-
legri forvitni eða fróðleiksfýsn les-
enda. Spumingaþætti þessum er
ætlað að þróast smátt og smátt
og taka á sig form eftir því sem
spumingar lesendanna gefa tilefni
til. Ætlunin er, jafnóðum og spurn-
ingar berast, að leita til sérfróðra
manna um rétt og greinargóð svör,
ef ritstjórnin getur ekki með að-
stoð fræðibókh leyst vandann, og
hefur Úrval ekki ástæðu til að
efast um að þeir bregðist vel við
slíku kvabbi. — Sem sagt: spurn-
ingaþætti þessum er hér með
hleypt af stokkimum, og eiga les-
endumir nú næsta leik.
(Jrval tímaritsgreina i sam-
þjöppuðu formi.
Ritstjóri Gísli Ólafsson.
Afgreiðsla: Tjamargötu 4.
Pósthólf: 365. Sími 1174.
Útgefandi: Steindórsprent h.f.