Úrval - 01.08.1951, Page 9
DRAUMAVERKSMIÐJAN HOLLYWOOD
T
afríkumanna að ropa. Sóðaskap-
ur er einnig talinn dónalegur,
og þess vegna mæltist samband-
ið til þess, að í mynd, sem átti
að gerast í sóðalegri veitinga-
krá, væri staðsetningu breytt
og hún látin gerast í skraut-
búnum næturklúbb, en að öðru
leyti var sagan óbreytt. Algeng
orð eins og t. d. „lousy“ (lús-
ugur eða andstyggilegur),
„wolf“ (kvennamaður) og
,,damned“ (blótsyrði) eru álit-
in dónaleg og felld úr samtölum
án tillits til samhengis; sama
máli gegnir um upphrópanir eins
og „Oh God“ (ó, guð), „Oh
Lord“ (ó, drottinn).
Að sjálfsögðu hefur reynzt
ógerlegt að útiloka með öllu
syndir úr kvikmyndum. En sam-
bandið krefst þess að öllum
syndum sé refsað. Það hafnaði
handriti, sem sagði frá konu,
er hafði haft óleyfileg kynferð-
ismök þegar hún var ung. Seinna
varð hún ástfangin af heiðar-
legum manni og eftir mikla bar-
áttu og þjáningar náði hún ást-
um mannsins og fékk að njóta
lífsins í heiðarlegri sambúð við
hann. Handhafar siðareglnanna
kröfðust þess, að barátta kon-
unnar fyrir hamingjusömu og
heiðarlegu lífi mistækis. Hin
ævaforna barátta mannsins við
syndina getur aldrei endað með
sigri. Sá sem einu sinni hefur
syndgað á sér ekki uppreisnar
von.
Siðareglur Sambandsins miða
ekki aðeins að því að vernda
kvikmyndahúsgesti gegn synd,
glæpum, kynferðismálum og
dónaskap, þær miða einnig að
því að hlífa tilfinningum með-
lima ýmissa trúarflokka, kyn-
þátta, þjóða og atvinnustétta.
Það má ekki móðga neinn. Eitt
sinn átti að taka mynd, sem
byrja skyldi á götuáflogum
milli nokkurra mexíkóbúa. En
kvikmyndafélagið óttaðist, að
mexíkanska þjóðin kynni að
móðgast af því og lét breyta
mexíkóbúunum í flökkumenn
(sígauna). Talsmaður félagsins
sagði, að flökkumenn ættu ekk-
ert þjóðland eða félagsskap,
sem gæti borið fram mótlæti.
Nokkrum sinnum hefur sam-
bandið lagt til, að negraþjón-
ustustúlku sé breytt í hvíta
þjónustustúlku vegna mótmæla
frá félagssamtökum negra út af
því að negrar séu alltaf sýndir
sem þjónar. I einni mynd var
talað um að „klingja bjöllu-
bumbunni" (rattle the tam-
bourine). Sambandið óskaði eft-