Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 13
KIRTILLINN, SEM SKAPAR MANNINN
11
Menn hafa öldum saman
vitað, að ef eistun eru tekin
burtu, breytist mannýgur boli
í meinlausan uxa, villtur grað-
foli í spakan hest og ofstopa-
menni í makráðan gelding. En
það er ekki fyrr en á síðustu
árum, að þekking okkar á starf-
semi þessara kirtla hefur auk-
izt að marki. Og þó eru enn
miklar eyður í henni.
Lítum fyrst á byggingu
þeirra. Þeir eru egglaga, um
5 sm. langir og 3 sm. í þvermál.
Fyrritíma líffærafræðingar
skáru þá í sundur og sáu, að þeir
voru í sárið líkt og sundur-
skorinn bandhnykill — að mestu
gerðir úr örmjóum pípum sem
vef jast hver um aðra. Aldir liðu
áður en mönnum hafði tekizt
að greiða úr flækjunni. Það var
vísindamaður við háskólann í
Michigan í Bandaríkjunum, sem
fyrstur gerði það. Hann vann að
því niðri í vatni, með fíngerð-
ustu tækjum, að greiða úr flækju
þessara hárfínu pípna. f Ijós
kom, að í hvoru eista voru um
1000 pípur, hver um sig eins
og fínn silkitvinni. Pípurnar
voru 30—60 sm. á lengd. Ef
þær væru lagðar hver við end-
ann á annarri, myndu þær vera
til samans röskur hálfur kíló-
metri á lengd.
I þessum pípum myndast sæð-
isfrumurnar. Þaðan berast þær
inn í stærri safnpípu, sem nefn-
ist eistalyppa (epididymis).
Þessi pípa, sem er áföst við efri
hluta eistans, er um 6 metrar
á lengd. Hún liggur sívafin og
í ótal bugðum. Sæðisfrumurnar
þroskast smátt og smátt á hægri
ferð sinni gegnum eistalyppuna.
Þroskabrautinni lýkur í sáðrás-
inni (ductus deferens). Þessi
pípa, sem er um þriðjungur úr
sm. í þvermál og 30 sm. á lengd,
liggur lóðrétt upp frá eistanu,
og er sú taug, sem eistað hangir
í raun og veru í. Sáðrásin kemur
út undir húðina í náranum. Ef
bundið er fyrir hana, veldur
það varanlegri ófrjósemi. Sú að-
gerð er oft gerð á geðsjúkum
mönnum.
Eistun eru inni í líkamanum
þangað til rétt fyrir fæðinguna
þá færast þau niður í punginn.
Að vissu leyti er það furðulegt,
að náttúran skuli ekki haf a veitt
þeim þá vernd, að koma þeim
fyrir inni í líkamanum líkt og
eggjastokkum konunnar. í sum-
um dýrum — t. d. fílum — er
þeim þannig fyrir komið.
En það er góð og gild ástæða