Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 14
12
ÚRVAL
til þess, að kynkirtlum karl-
mannsins er komið fyrir utan
líkamans. Skinnsekkurinn, sem
umlykur þá, er sem sé eins-
konar hitastillir. Ef hitanum í
eistunum er ekki haldið um einni
gráðu fyrir neðan líkamshitann,
geta þau ekki framleitt sæðis-
frumur. I sumum mönnum koma
eistun ekki niður. Slíkir menn
eru alltaf ófrjóir þangað til
eistunum hefur verið komið á
réttan stað, annað hvort með
skurðaðgerð eða hormóngjöfum.
Til þess að sjá fyrir kæling-
unni er skinnsekkurinn þétt-
settur svitakirtlum. Uppgufun
rakans, sem úr þeim kemur,
heldur hitanum jöfnum. Önnur
ráð eru einnig til að stilla hit-
ann. Þegar kuldi kemur að
honum, t. d. í köldu steypi-
baði, dregst skinnið saman til
þess að draga úr kælingunni. I
gufubaði sléttist úr því til að
kælingin geti orðið sem mest.
Stundum bregst þessi liita-
stilling. Hár hiti, sem f ylgir sum.
um sjúkdómum, veldur oft tíma-
bundinni ófrjósemi. Sú tilraun
var eitt sinn gerð að vefja um
eistun ullarstykki í nokkrar
vikur og olli það ófrjósemi á
meðan. Margir kenna heitum
böðum um hina þverrandi
frjósemi meðal siðmenntaðra
þjóða.
Loftslag og veðurfar ræður
einnig miklu um frjósemi karl-
manna. Þegar of heitt er í veðri
verður sæðisfrumumyndunin í
eistunum ófullkomin. í þessu er
fólgin skýringin á því að fólk
í hitabeltislöndunum er tiltölu-
lega margt á mörkum frjósemi
og ófrjósemi, en fólk í tempruðu
beltunum og enn kaldari löndum
miklu frjósamara. Norðurlanda-
búar og franskir kanadamenn
eru t. d. frjósamari en hinir
latnesku bræður þeirra, gagn-
stætt því sem almennt er talið.
Læknum hefur lánazt að taka
sumar vefjartegundir úr einum
manni og græða þær í annan,
t. d. bein, hornhimnu í auga,
brjósk og nokkrar aðrar. En
eistun eru bersýnilega ætluð
eiganda sínum einum, því að all-
ar tilraunir til að flytja þau
milli manna hafa mistekizt.
Einnig hafa mistekizt tilraunir
til að flytja eistu úr dýrum í
menn.
Sæðisfrumurnar, sem mynd-
ast í eistunum, eru minnstar af
öllum frumum mannslíkamans,
jafnvel minni en rauðu blóð-
kornin. f einum rúmsentímetra
rúmast um 6000 miljónir fruma!