Úrval - 01.08.1951, Page 21
VORÞYTUR I BLÖÐI
19
að þurrka hendurnar á svunt-
unni og hann hugsaði til þess
hve fallegar hendur hennar
voru, hvorki hrjufar né hrukk-
óttar eins og flestra annarra
kvenna þar um slóðir, heldur
sléttar og mjúkar eins og hend-
ur borgarkvenna.
„Maturinn er bráðum til,
Farley, ef þú mátt vera að.“
„Ég kem alveg strax,“ sagði
hann. „Ég ætla að þvo mér
fyrst, svo kem ég.“
„Jæja, ég bíð eftir þér,“
sagði hún og eftir að hún var
komin inn í eldhúsið kallaði
hún: „Ég bjó til ferskjuskífur,
sem þér þykja svo góðar.“ Og
það var eitthvað mjúkt og hlýtt
í rödd hennar, eitthvað sem
vakti hjá honum hvöt til að
hlaupa beint til mannsins niðri
við mýrarjaðarinn og láta hnefa-
höggin dynja á andstyggilegu
smettinu á honum.
En tilfinningin Ieið hjá og ótt-
inn náði aftur tökum á honum
og svitaperlur mynduðust á
brjósti hans við tilhugsunina um
hvað skeð hefði ef Nóna hefði
sagt eitthvað, eða bara litið í átt-
ina til ■ fenjaskógarins. Því að
undir eins og hún léti einhver orð
falla, undir eins og návist Boone
Timmons væri opinberlega við-
urkennd, vissi Farley, að hann
yrði að berjast við hann, fara
niður eftir og drepa hann eða
láta lífið sjálfur.
Nóna hafði ekkert sagt síðan
Boone kom. Hún hafði litið á
hann tyrsta daginn. Og Farley
hafði séð skelfinguna í augum
hennar, þegar húp sá þessa fer-
legu ófreskju sitjandi þarna nið-
ur frá. En síðan hafði Farley
ekki séð hana líta niður í mýr-
ina.
I þá tvo daga, sem Boone
hafði verið þarna, hafði Farley
sífellt verið að leita einhverra
úrræða. Hann hafði látið sér
detta í hug að reyna að koma
Nónu burtu úr kofanum yfir
akurinn og hæðirnar til ná-
grannanna. En hann vissi, að
undir eins og þau gerðu sig
líkleg til að flýja, mundi það ske,
og eina skýra hugsun Farleys
var sú, að hann mætti ekki vera
viðstaddur þegar það skeði.
Það var orðið næstum kol-
dimmt þegar Boone reis á fætur,
teygði sig og hvarf inn í þykk-
an fenjagróðurinn. Þá fór Farl-
ey inn og setti slána fyrir dyrn-
ar. Og hann andvarpaði, ekki
af feginleik, heldur eins og maö-
ur sem lokið hefur erfiðu og
þreytandi dagsverki.
3*