Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 24
22
ÚRVAL
ekki séiiega hátt, ,,það er byssa
inni í kofanum.“
Maðurinn lagði lófann við
heila eyrað og hallaði sér í átt-
ina til Farleys.
„Hvað varstu að segja?“
Farley hafði gleymt afhöggna
eyranu, og honum hraus hugur
við að þurfa að endurtaka lyg-
ina, sem hann hafði verið þrjá
klukkutírna að fá fram yfir
varirnar.
„Ég sagði — ég hef byssu inni
í kofanum,“ Hann sagði það
hægt til að stama ekki aftur.
Maðurinn starði á Farley með
stálbláum augum. Farley beið
með öndina í hálsinum eftir því
að hann svaraði, en Boone
steinþagði. Og Farley sagði ekk-
ert meira. Því lengra sem þögn-
in varð, því ljósara varð honum,
að jafnvel þótt byssa væri inni
í kofanum — jafnvel þótt hann
hefði hlaðna byssu á milli hand-
anna — mundi hann bresta
kjark til að nota hana. Hann
þagði því einnig.
Þau töluðust ekki við um
kvöldið Nóna og Farley, því að
komið var langt fram á kvöld
þegar Timmons skreið í skjól.
En Farley fann að á milli þeirra
var orðið þögult samkomulag
um að hann færi að plægja rein-
ina daginn eftir, og hann var
of örmagna til að láta sem ekki
væri víst að hann færi.
Þegar hann hafði aðgætt að
dyrasláin væri í traustum skorð-
um og slökkt á lampanum,
smeygði hann sér úr fötunum
og fór upp í rúmið til Nónu. Það
var betur búið og þægilegra en
tíðkaðist hjá öðrum bændum í
sveitinni, en Farley lá lengi vak-
andi. Nóna lá sín megin og and-
aði djúpt og reglulega eins og
hún svæfi, en Farley vissi, að
hún var líka vakandi.
Um nóttina vaknaði Farley
skjálfandi með höfuðið við
brjóst Nónu, mjúk og lítil. Hann
hafði dreymt hann sæi manninn
koma upp úr fenjaskóginum og
ganga heim að kofanum. Farley
komst inn og tókst eftir mikið
basi að hleypa slánni fyrir. Og
þegar hann fann ekki byssuna
sína fór hann fram í eldhús til
að spyrja Nónu um hana. En
Nóna var þar ekki. 1 staðinn var
Boone Timmons þar. Bjarnar-
hrammarnir hengu niður með
síðunum og augun nístu Farley.
Þá sá Farley, að blóð vætlaði út
úr öðru munnviki mannsins. I
fyrstu gat Farley ekki greint
hvað maðurinn var að tyggja,
en þegar hann gáði betur að sá