Úrval - 01.08.1951, Page 36
34
tíRVAL
stæða atvinnuhætti og eru jafn-
kúgaðar og þessar asíuþjóðir.
Engin asíuþjóð undir forustu
svonefnds lýðræðissinna mundi
ein hafa sýnt jafneitilharðan
baráttuvilja og norðurkóreu-
menn gegn bandaríkjamönnum.
Þegar sýndar eru fréttamyndir
í indverskum kvikmyndahúsum
af loftárásum bandarískra flug-
véla á Norður-Kóreu fussa á-
horfendur alltaf og sveia.
Eins og á stendur er það ef
til vill lán fyrir lýðræðisríkin,
að Indland skuli vera hlutlaust.
Indland, Pakistan og Indónesía
(þrjú stærstu sjálfstæðu ríkin
í Asíu, sem hafa trausta stjórn
og eru hlutlaus í alþjóðamálum)
eru f jölmennari en allt Kína og
hafa 600.000 manna her. Þess-
ir hermenn voru fyrir sex ár-
um virkir baráttufélagar banda-
manna. Nú eru þeir að formi til
pólitískir samherjar lýðræðis-
ríkjanna. En hernaðarlega eru
þeir hlutlausir og utan áhrifa-
svæðis lýðræðisríkjanna.
Af þessum hlutlausu banda-
mönnum er Indland landfræði-
lega og stjórnmálalega mikil-
vægast. Og hlutleysi Indlands
byggist fyrst og fremst á Pandit
Nehru og flokki hans. En heima
fyrir er Nehru af mörgum sak-
aður um hlutdrægni lýðræðis-
ríkjunum í vil. Meirihluti þjóð-
arinnar er fylgjandi enn strang-
ara hlutleysi en Nehru og stjórn
hans sýna.
En þótt núverandi utanríkis-
stefna sé mikilvæg, skiptir þó
meira máli fyrir hinn vestræna
heim, hvort Indland muni geta
varðveitt lýðræðið í landi sínu.
Þjóðinni var gefið fullt stjórn-
málafrelsi 15. ágúst 1947. Lýð-
veldið með núverandi stjórnar-
skrá sinni var stofnað 26. jan-
úar 1950. Forusta þjóðarinnar
var eins og bezt varð á kosið.
Gandhi og Nehru eru nöfn, sem
sagan mun setja á bekk með
mestu lýðræðissinnum heims-
ins. Flokkurinn, sem tók við
völdum af bretum, var og er enn
trúr lýðræðishugsjóninni, sem
hann barðist fyrir í meira en
hálfa öld.
I Indlandi vakti frelsið og lýð-
ræðið vonir um lífskjör langt
umfram það sem unnt er að
veita. Indversk alþýða lítur ekki
á lýðræðishugsjónina sem óhlut-
kennt fyrirbrigði. Og þótt hún
gerði það er vafasamt að hún
mundi setja hana ofar öllu, ef
einhver önnur hugsjón gæfi
fyrirheit um skjótari lausn frá