Úrval - 01.08.1951, Síða 39
Mestu máli skiptir að nota
dökk sóigleraugu.
Tilraunir með sólgleraugu.
«
Grein úr „Reader’s Digest“,
eftir Allen Rose.
ivrú er tími sólgleraugnanna.
x ^ Fólk kaupir sólgleraugu af
hinum margvíslegustu gerðum
og litum, en eitt mun þó vera
þeim flestum sameiginlegt: þau
eru ódýr, kosta frá 4 til 30
krónur. Það er gott að vita, að
þessi ódýru gleraugu sem seld
eru í allskonar verzlunum, eru
ágæt vernd fyrir augun — ef
glerin eru nógu dökk.
Margt misjafnt hefur verið
sagt um hinar ýmsu gerðir sól-
gleraugna og flest svo mótsagna-
kennt, að almenningur hefur
ekki aðstöðu til að dæma um
hvaða sólgleraugu kunni að vera
skaðleg fyrir augun, eða hvaða
tegund sé bezt að kaupa. Til-
raunir, sem nýlega hafa verið
gerðar, varpa nokkru Ijósi á
þetta atriði.
Fyrstu tilraunirnar hófust
fyrir átta árum, á vegum ame-
ríska hersins. Fréttir tóku að
berast af alvarlegum slysum að
næturlagi, ýmist á sjó, landi
eða í lofti, sem sýndist mega
rekja til meiri eða minni nátt-
blindu. Til þess að komast tii
botns í þessu var nefnd lækna
skipuð til að rannsaka sjón her-
manna að næturlagi. Fyrsti
hópurinn, sem athugaður var,
var starfshð á flotastöð í Flór-
ída. Menn þessir höfðu dvalið
um alllangt skeið á hinni sól-
björtu strönd Flórída og voru
sólbrúnir og hraustlegir. En
sjón þeirra að næturlagi reynd-
ist ekki góð. I öðrum hópi voru
New Yorkbúar, sem lifað höfðu
við rafljós eða í skugga af
skýjakljúfum stórborgarinnar.
Nætursjón þeirra reyndist miklu
betri en hinna hraustlegu sjó-
liða í Flórída.
Um svipað leyti bárust fréttir
frá varðstöð flotans á Rhode
Island. Prófuð hafði verið þar
nætursjón allra starfsmannanna
og stóðst enginn prófið. Þetta
kom mönnum mjög á óvart, því
starfsmenn þessir höfðu einmitt
Reader’s Digest (júní ’51). Birt með leyfi.