Úrval - 01.08.1951, Page 43
LYF, SEM.ÖRVA VÖXT ALIDÝRA
41
um óhreina vítamínkjarna, er
unninn hafði verið úr súpunni,
sem hafði áhrif á vöxtinn. Það
reyndust vera leifarnar af hinu
sýklaskæða lyfi, sem eftir urðu í
kjamanum.
Næstum allar tilraunastöðvar
Bandaríkjanna hófu nú eldis-
tilraunir með sýklaskæðum lyf j-
um. Ein gaf svínum aureomycm
og örvaði það vöxtinn um 15—
31%. I annarri tilraunastöð var
meðalþungi 84 daga gamalla
grísa, sem gefin hafði verið
sýklaskæð lyf, 94 pund, en með-
alþungi jafngamalla grísa, sem
höfðu ekki fengið sýklaskæð
lyf, var aðeins 67 pund.
Bóndi í Missouri gaf grísum
sínum sýklaskæð lyf og urðu
þeir markaðshæfir sex mánaða
í stað sjö til átta mánaða áður.
Nákvæmir útreikningar hafa
leitt í ljós, að hin sýklaskæðu
lyf spara 30—50 pund af fóðri
fyrir hver 100 pund af svína-
kjöti sem framleidd eru. í
Bandaríkjunum einum mundi
þessi sparnaður nema um tveim
miljónum lesta af fóðri á ári. Er
augljóst, að það hlýtur að lækka
framleiðslukostnaðurinn veru-
lega.
Sýklaskæðu lyfin verða ekki
síður búbót fyrir hænsnarækt-
endur. Kjúklingar eru að jafn-
aði ekki markaðshæfir (3 pund
á þyngd) fyrr en 11—12 vikna.
Með lyfjagjöf má stytta þenna
tíma niður í níu vikur, auk þess
sem afföll verða miklu minni.
Talið er, að um 20% af öllum
kjúklingum, sem koma úr eggi,
deyi áður en þeir eru orðnir
markaðshæfir eða ná varpaldri.
Tilraunir með terramycin benda
tU, að lækka megi þessa dánar-
tölu um helming.
Lyfin hafa sömu vaxtarörv-
andi áhrif á kalkúna og stæla
þá mjög gegn sjúkdómum, en
þeir eru allra alidýra næmastir
fyrir sjúkdómum.
Hin sýklaskæðu lyf koma ekki
af stað óeðlilegum vexti í þess-
um alidýrum, þau stytta aðeins
tímann, sem þau eru að ná full-
um þroska og spara þannig fóð-
ur og tíma. En í hverju eru
þessi áhrif þeirra fólgin? Ýms-
ar kenningar hafa komið fram
um það, en engin þeirra hefur
verið sannprófuð. Verið getur,
að þau drepi bakteríur í melt-
ingafærum dýranna, sem taka
til sín af fóðrinu, eða bakteríur,
sem framleiða eiturefni, er
draga úr vextinum; kannski er
í þeim óþekkt næringarefni.
Munu lyfin örva vöxt naut-