Úrval - 01.08.1951, Page 47
„ÖLD VIÐBRAGÐSVÉLANNA"
45
Elmer nærist nefnilega á raf-
magni, sem rafhlöðurnar í hon-
um taka til sín. Básinn hennar
er lýstur upp með björtu ljósi,
og inni í honum eru raftenglar,
sem eru í sambandi við hús-
kerfið og þaðan fær Elmer nær-
ingu. Þegar hún hefur fengið
nægju sína dregst hún ekki
lengur að sterku ljósi, en kýs
heldur lampa með mildu ljósi.
Og hún nálgast þá ekki af ákafa
hins hungraða, heldur með
gætni. Ef ljósið er of sterkt,
nemur hún staðar íhugul og
hörfar svo hægt aftur á bak.
Það er ekki fyrr en rafhlöðurnar
eru orðnar hálftómar, að hún
fer aftur á hnotskóg eftir sterku
ljósi.
Elmer hefur einnig verið gerð
móttækileg fyrir lost (shock).
Ef hún rekst á hlut, hörfar hún
aftur á bak, tekur á sig krók
framhjá hlutnum og tekur síð-
an aftur hina upphaflegu stefnu.
Hún virðist jafnvel muna eftir
árekstrinum og varast að koma
í nánd við hlutinn.
„Viðbrögð skjaldbökunnar
minnar eru svo margvísleg, að
ég get ekki fyrirfram vitað hver
þau muni verða,“ segir Grey
prófessor. Nafnið Elmer er bú-
ið til úr byrjunarstöfum orð-
anna Electro-Mechanic-Robot.
Hún á yngri systur sem
hlaut nafnið Kora eftir orðun-
um „Conditioned-Reflex-Ana-
logy“. Kora líkist einnig skjald-
böku, og er hún fyrsta vélin,
sem hægt er að temja.
í fyrstu var Kora, eins og
systir hennar, aðeins næm fyr-
ir ljósi. En með tamningu hefur
hún lært að hlýða raust hús-
bónda síns. Tamningin var í því
fólgin, að sterkt Ijós var sett
fyrir framan hana og um leið
blístraði Grey prófessor í tón-
hæð, sem rafmagnseyra hennar
gat greint. Eftir um það bil 20
æfingar hafði Kora ,,lært“ að
setja blísturstóninn í samband
við næringarljósið, og nú hlýðir
hún blístrinu — þótt ekJci só
neitt Ijós.
Um hegðun Kora og Elmer
gegnir sama máli: Grey prófess-
or getur ekki alltaf séð fyrir
hvernig hún muni verða. Hún er
til dæmis næm fyrirþví hve langt
líður milli þess sem hann blístr-
ar. Og þegar hléið milli blíst-
urs og ljósmerkja hefur um
nokkurt skeið verið langt, verð-
ur hæfileiki hennar til að tengja
þetta tvennt saman seinvirkari.
Hún gerir upp reikningsskap
reynslu sinnar og dregur álykt-