Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 52
50
ÚRVAL
fjölskyldu sinni, 8 manns —
egypzk bændaf jölskylda eins og
þær gerast flestar.
Hann var heima þennan
morgun; konan hans var veik
og einn bróðir hans hafði farið
í hans stað á akurinn. Hann
kom til dyra, berfættur og
klæddur í molduga mussu, sem
egyptar kalla galabia. Hann
heilsaði okkur með daufu
brosi og bauð okkur inn. Við
þreifuðum okkur áfram í hálf-
rökkrinu á eftir honum. Mjór
sólargeisli féll skáhalt niður
frá opnum, mjóum skjá uppi
undir rjáfri. Þetta var aðal-
vistarveran í húsinu, mjótt
herbergi, án nokkurra húsgagna
en sex eða átta matarpottar
voru hér og þar á moldargólf-
inu. Pottar þessir voru brúðar-
gjafir sem þau Kjónin höfðu
fengið fyrir tíu árum. Annað var
ekki inni.
Meðan við stóðum þarna sagði
Abu Zeyd okkur ævisögu sína
í stuttu máli og með þeim fá-
tæklega orðaforða, sem egypzk-
ir bændur ráða yfir, en börnin
stóðu á gægjum í dyrunum.
Hann kvaðst vera þrítugur, en
af folleitu, teknu andliti hans
hefði mátt ráða, að hann væri
allmiklu eldri. Faðir hans hafði
búið í húsinu á undan honum
og afi hans þar áður. Eftir þá
hafði hann erft vatnauxann,
sem er hverjum egypzkum
bónda ómissandi, og var hann
ásamt asnanum, sem hann hafði
keypt í fyrra, allur bústofn
hans. Uxinn kostar nú 70—80
pund á frjálsum markaði og
missir hans er alvarlegasta
efnahagstjón sem egypzk
bændafjölskylda getur orðið
fyrir. í tíu ára hjónabandi hafði
hann eignast sjö börn, þrjú af
þeim dóu á fyrsta ári, sem mun
láta nærri að sé meðalung-
barnadauði þar. Hvergi í heim-
inum er ungbarnadauði meiri en
í Egyptalandi. Aðrir á heimil-
inu voru konan hans, yngri
bróðir og móðir, sem var ekkja
og að mörgu leyti mikilvægasta
persónan á heimilinu. Þetta var
fjölskyldan: 8 manns, og Abu
Zeyd framfleytti henni á áf-
rakstri akurbletts, sem hann
hafði á leigu utan við þorpið,
eina ekru (% úr hektara) á
stærð. Sem stendur er gott verð
á bómull en afgjaldið er einnig
hátt. Hann greiðir 35 pund á
ári fyrir akurinn og á þá eftir
um 15 pund handa sér og fjöl-
skyldunni. Zeyd má teljast með-
albóndi í Sindbis, sumir hafa