Úrval - 01.08.1951, Síða 57
BYLTING 1 GERÐ BENZÍNHREYFLA
55
við benzínvinnsluna (olíuhreins-
unina).
Þegar Barber byrjaði rann-
sóknir sínar á barsmíði í hreyfl-
um voru sérfræðingar yfirleitt
þeirrar skoðunar, að orsakar-
innar væri að leita í hita og
þrýstingi í sprengiholinu. Um
hraða brunans var lítið talað.
Þegar neistinn kveikir í
benzínlofti í sprengiholi venju-
legs benzínhreyfils tekur það
logann tvo hundruðustu hluta
úr sekúndu að fara þvert yfir
sprengiholið og brenna benzín-
inu jafnt eða orsaka barsmíði.
Ef unnt væri með einhverju
móti að flýta fyrir brunanum,
hugsaði Barber, fengi hreyfill-
inn ekki tíma til að berja sig.
Fyrir neðan sprengiholið er
hinn nýi hreyfill Barbers eins
og venjulegur eingengishreyfill,
sem notaður er við eldsneytis-
prófanir. Meginmunurinn er
þessi: venjulegur hreyfill dreg-
ur inn allan benzínúðann og
kveikir síðan í honum, en hreyf-
ill Barbers dregur aðeins til sín
benzínúðann jafnóðum og hann
brennir honum. Óbrunnið ben-
zín er ekki nógu lengi í sprengi-
holinu til þess að það geti or-
sakað barsmíði.
I venjulegum hreyfli blandast
benzínúðinn lofti í blöndungn-
um, og afmældur skammtur af
þessu benzínlofti fer síðan inn
í sprengiholið við hverja
sprengingu. í hreyfli Barbers er
enginn blöndungur. Hann sogar
inn í sig hreint loft áður en
benzínúðinn kemur til sögunn-
ar. Loftið er sett á hreyfingu
með loftsnerli, sem komið er
fyrir við soglokann. Á hringrás
sinni um sívalt sprengiholið fer
loftið framhjá opi, sem benzín-
úðinn kemur inn um. Eins og
færiborð tekur loftið með sér
benzínúðann og ber hann að
kertinu, sem kveikir í honum.
Loginn helzt kyrr meðan loft-
straumurinn flytur honum elds-
neyti. Hreyfillinn vinnur jafn-
vel hvort sem eldsneytið er
steinolía eða benzín af octane-
hæstu tegund (100-octane ben-
zín).
1 smíðum er nú sexgengis-
hreyfill af þessari gerð og mun
hann verða tilbúinn til aksturs
á vegum úti í lok þessa árs. En
með venjulegum útbúnaði á
rannsóknarstofum getur Barber
látið hreyfil sinn ganga undir
allar þær prófraunir, sem mæta
munu honum á vegum úti. Hann
hefur ekið honum upp langa og
bratta brekku, og í stað þess að