Úrval - 01.08.1951, Page 58
56
orval
berja sig hægði hann blátt
áfram á sér, og ef ekki var
skipt um gang stöðvaðist hann
eins og venjulegur hreyfill. Af
þessum prófunum þykir mega
ráða, að hann sé 30% spar-
neytnari á eldsneyti (steinolíu
eða benzín) en venjulegur
benzínhreyfill, en að öðru leyti
starfar hann alveg eins og
venjulegur bílhreyfill, og not-
kun hans ætti ekki að þurfa að
valda neinum breytingum í gerð
bíla, segir Barber.
Á undanförnum árum hafa
amerísk olíufélög eytt meira fé
í tæki og útbúnað til að fram-
leiða octane-hátt eldsneyti held-
ur en fór til framleiðslu
fyrstu kjarnorkusprengnanna. Á
stríðsárunum var miklum vanda
bundið að sjá flugvélum, öku-
tækjum og skipum fyrir elds-
neyti vegna þess hve eldsneytis-
tegundirnar voru margar.
Hreyfill Barbers bendir á leið
til framleiðslu á einni tegund
eldsneytis er nota megi á alla
hreyfla, allt frá flugvélahreyfl-
um til dieselhreyfla, gastúv-
bína og þrýstiloftshreyfla. Ekk-
ert í gerð hreyfilsins er því til
fyrirstöðu að nota megi hann í
flugvélar. Flugvélar með slík-
um hreyflum gætu notað miklu
ódýrara, auðfengnara og örugg-
ara eldsneyti en nú tíðkast.
Hreyfill, sem skilar fullri orku
á næstum hvaða eldsneyti sem
er, mundi auk þess drýgja mjög
jarðolíuforðann í heiminum.
Sem stendur fást um 44% af
benzíni úr jarðolíunni, en af
eldsneyti, sem hreyfill Barbei’s
notar, má fá um 71%.
Það munu að sjálfsögðu líða
nokkur ár áður en þessi nýi
hreyfill getur komið í staðinn
fyrir bílhreyfla þá, sem nú eru
í notkun. Barber segir, að mörg-
um núverandi bílhreyflum megi
breyta í hinn nýja hreyfil án
verulegrar breytingar í grund-
vallarbyggingu þeirra.
Verkfræðingar í öðrum lönd-
um hafa einnig verið að reyna
að vinna bug á barsmíðinni með
breytingum á hreyflinum í stað
eldsneytisins, og benda líkur til
að árangurs megi vænta einnig
af þeim tilraunum.
OO ★ 03
Það er sælla að gefa en þiggja. Einkum á þetta við um lyf,
ráð og vandarhögg. •—- Punch.