Úrval - 01.08.1951, Page 61

Úrval - 01.08.1951, Page 61
TTÍLlPANAÆÐIÐ 59 stærri og betri og báru fallegri blóm en hinir. Andúð hins hol- lenzka prófessors á túlípönum varð þannig til þess að stórbæta túlípanaræktina. Þjóðverjar, sem jafnan eru hagsýnir, vildu vita, hvort ekki væri hægt að hagnýta túlípan- laukana til matar. Lyfsali í Prankfurt, sem sultaði þá í brúnum sykri, sagði að þeir væru að minnsta kosti eins bragðgóðir og saleprótarhnýði. Annar lyfsali í London uppgötv- aði, að seyði af þeim saman við rauðvín væri óbrigðult lyf gegn „krampakippum eða stirðleika í hnakka“. í síðustu styrjöld svarf svo mjög að hollending- um, að þeir neyddust til að’ leggja sér túlípanlauka til munns. Fréttaritari frá hlut- lausu landi sagði frá því, að hann hefði komið í hús þar sem húsmóðirin var að „sjóða sam- an túlípanlauka og sykurrófur og hafði þetta verið dagleg fæða fólksins í marga mánuði“. Mannslíkaminn þolir vissu- lega sitt af hverju, því að í öll- um, grasafræðibókum stendur, að skordýralirfur ráðist mjög sjaldan á túlípanlauka, því að „í þeim er eitur, sem verkar eins og uppsölumeðal á menn.“ En þrátt fyrir tilraunir þjóð- verja, þegar á 15. öld, varð túlí- paninn aldrei matjurt. Til þess voru þeir alltof dýrir og eftir- sóttir sem skrautjurt. Þegar Clusius seldi sína lauka gat hann, vegna einokunaraðstöðu sinnar, heimtað fyrir þá hvað sem hann vildi. Fimmíu árum síðar voru þeir orðnir almenn verzlunarvara, eftirsótt skraut- jurt, ímynd munaðar og óhófs í miklu ríkara mæli en brönu- grösin (orkideurnar) eru nú. Verðið var háð markaðssveifl- um, og var oft á tíðum svo of- boðslegt að ef ekki væru enn til prentaðar auglýsingar frá þess- um tímum, mundi enginn trúa því. Algengt verð á einum lauk var 1000 gyllini. En slík kaup gátu borgað sig, því að ef kaup- andinn var glöggur á túlípana, gat hann ef til vill séð, að næsta ár myndu vaxa út úr honum tveir nýir laukar, sem hann gæti selt fyrir 2000 gyllini. Þetta var happdrætti, fjár- hættuspil. Það varð tízka í París að kjólar, sem flegnir voru niður á brjóst, voru brydd- aðir á brjóstinu með röð túlí- pana. En borgarstjórafrúin gat ekki verið þekkt fyrir að skreyta sig eins túlípönum og 8*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.