Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 61
TTÍLlPANAÆÐIÐ
59
stærri og betri og báru fallegri
blóm en hinir. Andúð hins hol-
lenzka prófessors á túlípönum
varð þannig til þess að stórbæta
túlípanaræktina.
Þjóðverjar, sem jafnan eru
hagsýnir, vildu vita, hvort ekki
væri hægt að hagnýta túlípan-
laukana til matar. Lyfsali í
Prankfurt, sem sultaði þá í
brúnum sykri, sagði að þeir
væru að minnsta kosti eins
bragðgóðir og saleprótarhnýði.
Annar lyfsali í London uppgötv-
aði, að seyði af þeim saman við
rauðvín væri óbrigðult lyf gegn
„krampakippum eða stirðleika
í hnakka“. í síðustu styrjöld
svarf svo mjög að hollending-
um, að þeir neyddust til að’
leggja sér túlípanlauka til
munns. Fréttaritari frá hlut-
lausu landi sagði frá því, að
hann hefði komið í hús þar sem
húsmóðirin var að „sjóða sam-
an túlípanlauka og sykurrófur
og hafði þetta verið dagleg fæða
fólksins í marga mánuði“.
Mannslíkaminn þolir vissu-
lega sitt af hverju, því að í öll-
um, grasafræðibókum stendur,
að skordýralirfur ráðist mjög
sjaldan á túlípanlauka, því að
„í þeim er eitur, sem verkar eins
og uppsölumeðal á menn.“
En þrátt fyrir tilraunir þjóð-
verja, þegar á 15. öld, varð túlí-
paninn aldrei matjurt. Til þess
voru þeir alltof dýrir og eftir-
sóttir sem skrautjurt. Þegar
Clusius seldi sína lauka gat
hann, vegna einokunaraðstöðu
sinnar, heimtað fyrir þá hvað
sem hann vildi. Fimmíu árum
síðar voru þeir orðnir almenn
verzlunarvara, eftirsótt skraut-
jurt, ímynd munaðar og óhófs
í miklu ríkara mæli en brönu-
grösin (orkideurnar) eru nú.
Verðið var háð markaðssveifl-
um, og var oft á tíðum svo of-
boðslegt að ef ekki væru enn til
prentaðar auglýsingar frá þess-
um tímum, mundi enginn trúa
því. Algengt verð á einum lauk
var 1000 gyllini. En slík kaup
gátu borgað sig, því að ef kaup-
andinn var glöggur á túlípana,
gat hann ef til vill séð, að næsta
ár myndu vaxa út úr honum
tveir nýir laukar, sem hann
gæti selt fyrir 2000 gyllini.
Þetta var happdrætti, fjár-
hættuspil. Það varð tízka í
París að kjólar, sem flegnir
voru niður á brjóst, voru brydd-
aðir á brjóstinu með röð túlí-
pana. En borgarstjórafrúin gat
ekki verið þekkt fyrir að
skreyta sig eins túlípönum og
8*