Úrval - 01.08.1951, Page 73
HVl HNEIGJAST SUMIR UNGLINGAR TIL AFBROTA?
71
Til að fullnægja þessari löng-
un stelst afbrotaunglingurinn í
ferðir með strætisvögnum, hopp-
ar upp á vörubíla og flækist um
göturnar fram eftir á kvöldin.
Hann leitar ununar í óknyttum
og skemmdarverkum og byrjar
að drekka um fermingaraldur.
Þeir staðir, sem einkum laða
hann og félaga hans að sér, eru
höfnin, járnbrautagarðarnir,
spilavíti, ódýrar danshallir og
skemmtigarðar. Helmingur
hinna 500 afbrotaunglinga voru
virkir meðlimir í glæpafélögum,
sem voru öll undir sterkri stjórn.
Skýrslan afsannar þá al-
mennu skoðun, að afbrotaungl-
ingurinn sé tældur til glæpa af
slæmum félögum. Frá fyrstu
bernskuárum leitar hann félags-
skapar við drengi, sem eru jafn-
óstýrilátir og hann. Hann forð-
ast ,,góða“ drengi, því að hann
fyrirlítur þá.
Við athugun á heimilum og
f jölskyldum afbrotaunglinganna
komu strax fram samkenni.
Flestir ,,góðu“ drengjanna búa
hjá föður og móður; afbrota-
unglingarnir koma frá sundruð-
um heimilum — þar sem
foreldrarnir hafa skilið eða ann-
að foreldrið hefur dáið eða ver-
ið svift frelsi, og fleiri fjölskyld-
ur þeirra lifa af styrkjum en
fjölskyldur „góðu“ drengjanna.
Heimili afbrotaunglingsins er
sóðalegt, þrengsli mikil og
hvergi hægt að vera út af fyrir
sig. ,,Afbrotaunglingarnir,“ seg-
ir í skýrslunni, „búa við áber-
andi verri húsakynni en hinir
drengirnir.“
Og hér erum við komin nærri
kjarna málsins. Mikilvægasti
þátturinn í lífi sérhvers drengs
er samband hans við foreldrana,
einkum föðurinn. Þegar það
raskast — eins og oft á sér stað
þar sem ríkja sóðaskapur og
þrengsli — er barnið í hættu.
Ef faðirinn sýnir syninum and-
úð eða fyrirlitningu er eins og
stífla myndist í drengnum. Hann
hefur djúprætta og ástríðufulla
þörf fyrir að finna hljómgrunn
fyrir tilfinningar sínar hjá föð-
urnum; hann þarfnast fyrir-
myndar og föðurlegrar vináttu.
Ef þessari mannlegu þörf fyrir
samsömun er ekki fullnægt
heima, leitar hún fullnægingar
annarsstaðar — hinn vonsvikni
drengur tekur ef til vill að dýrka
sterkasta og ófyrirleitnasta
strákinn í hverfinu.
Skýrslan sýnir, aö afbrota-
unglingurinn hefur lengi verið
ósáttur við föður sinn, en aftur