Úrval - 01.08.1951, Síða 74
72
ÚRVAL
á móti er samband flestra
,,góóu“ drengjanna við feður
sína náið og innilegt.
Afbrotaunglingurinn hefur
ennfremur orðið að búa við öfga-
fulla og mótsagnakennda aga-
semi, sem hefur hvatt hann til
að bjóða öllu valdboði og stjórn
byrginn. Hann hefur þolað marg-
ar hýðingar fyrir syndir sínar
og ekkert lært af þeim nema að
þola sársauka, sem getur orðið
honum að liði á glæpabrautinni.
En öll einkennin, sem Glueck-
hjónin fundu, höfðu ekki birzt
í drengjunum á fyrstu bernsku-
árum; mörg komu ekki fram
fyrr en síðar. Mundi auðið að
greina hættumerki hjá sex ára
dreng þannig að unnt væri að
spá um framtíðina ? Þessari
spurningu var svarað með því
að setja saman ,,spátöflur“ þar
sem skráð voru merki um af-
brotahneigðir, er gera vart við
sig snemma.
Var drengurinn áberandi
ævintýraþyr stur ? Ú thverf ur ?
Þrjózkur? Kappsfullur og ráð-
ríkur? Sýndi hann ofbeldislega
viðleitni til að koma vilja sín-
um fram gagnvart öðrum? Var
hann tortrygginn? Gefinn fyrir
að eyðileggja?
Einnig var mikilvægt að fá
vitneskju um hvernig háttað var
aga föðursins. Var hann linkind-
arlegur, ýkjastrangur, öfgafull-
ur — eða festulegur en mildur?
Af þeim drengjum, sem áttu
feður, er sýndu linkind í aga,
voru 59,8% í afbrotahópnum, en
aðeins 9,3% af þeim er áttu
feður sem sýndu festu og mildi.
Sömu spurninga verður að
spyrja um mæður. Var fjöl-
skyldan tengd böndum samúðar
og hlýrra tilfinninga ?
Þessi atriði eru mikilvæg, þeg-
ar greina skal skapgerðina. Ekki
er hægt að búast við að neitt
barn sýni öll þessi einkenni. í
sérhverju barni kann að gæta
eins eða fleiri án þess að hætta
sé á ferð. En það er án efa
hættumerki, þegar flest einkenn-
in gera vart við sig hjá sex ára
snáða.
Uppalendur og sálfræðingar
vinna störf sín á vettvangi senni-
leikans, en einnig sennileikinn
á sín lögmál. Með hjálp þeirra
er talið, að unnt sé að finna
65—70% allra þeirra barna, sem
eru efni í afbrotaunglinga, þeg-
ar á sex ára aldri, meðan enn
er von til að bjarga þeim, að
áliti Glueckhjónanna. En sú
björgunarstarfsemi er ekki auð-