Úrval - 01.08.1951, Síða 80
78
ttRVAL
hluta er kunnáttusamleg notk-
un hundraðstalna (prósenta).
Hundraðstölur eru mjög í tízku
nú til dags: það þykir vísinda-
mannslegra að tala um, að ein-
hver heildartala hafi aukizt eða
minnkað um svo og svo mörg
prósent, en að hún hafi t. d.
aukizt úr sextíu í áttatíu og sjö.
Og auðvitað gefur það mjög oft
bezta og skýrasta mynd af út-
komu að reikna hana út í pró-
sentum. En stundum eru pró-
sentur ekki notaðar af jafnheið-
arlegum hvötum — og því er
bezt að vera á verði þegar manni
eru gefnar upp prósentur án
þess að tilgreindar séu þær töl-
ur, sem prósenturnar eru byggð-
ar á. Tökum sem dæmi tölur eins
og þessar: fyrir styrjöldina fóru
meira en tíu prósent af út-
gjöldum ríkisins til félagsmála,
en nú fara aðeins sex prósent.
Mörgum mundi verða á að á-
lykta út frá þessum tölum, að
dregið hefði verið úr framlagi
til félagsmála. Sannleikurinn er
hinsvegar sá, að þau hafa hækk-
að — meira en tvöfaldast. En
þau hafa ekki hækkað hlutfalls-
lega eins mikið og heildarútgjöld
ríkisins, sem hafa fjórfaldast
síðan fyrir stríð.
Stundum er árangur talinn í
prósentum til þess eins að leyna
því, að tilfellin, sem á er byggt,
eru allt of fá til þess að nokk-
uð sé á þeim byggjandi. Rekst-
urssérfræðingur heldur því
kannski fram, að æfingakerfi,
sem hann hefur fundið upp
handa vélritunarstúlkum, hafi
borið þann árangur, að villum
hafi fækkað um 50%. Við þess-
ar upplýsingar sjáum við fyrir
okkur hóp af vélritunarstúlkum,
sem allar æfa sig eftir hinu nýja
kerfi, en nákvæm talning er
gerð á villum þeirra fyrir og
eftir æfingarnar. En hið rétta
er kannski, að sérfræðingurinn
hefur æft einkaritara sinn eftir
kerfinu, látið hann vélrita bréf
fyrir og eftir æfingarnar og tal-
ið síðan villurnar, sem rej/ndust
þrjár í fyrra bréfinu, en aðeins
tvær í hinu síðara.
Þetta er að vísu nokkuð rót-
tækt dæmi, en hér kemur eitt
sömu tegundar, sem er raun-
verulegt. Talsvert hefur verið
deilt um það hvort greiða ætti
konum í opinberriþjónustu sömu
laun og körlum fyrir sömu vinnu.
Ein röksemdin gegn þessu jafn-
rétti er sú, að rangt sé af kon-
um að vænta sömu launa og
karlar þegar þess sé gætt, að
frátafir þeirra vegna veikinda