Úrval - 01.08.1951, Page 81

Úrval - 01.08.1951, Page 81
GETA TÖLUR BLEKKT 79 séu 50% meiri en karla. Þetta virðist í fljótu bragði veigamik- il röksemd, en ef hinar raun- verulegu tölur eru athugaðar, verður annað uppi á teningnum. Þá kemur í ljós, að veikindafor- föll karla eru að meðaltali þrír dagar á ári, en kvenna fjórir og hálfur dagur. Munurinn á launum karla og kvenna getur verið um 150 pund á ári og meiri í háum launaflokkum — og ef því munurinn á veikindaforföll- um á að vera veigamesta rök- semdin gegn jöfnu kaupi, þá er þessi eini og hálfi veikindadagur kvennanna þeim býsna dýr. Það eru fleiri leiðir til að gefa mönnum rangar hugmyndir með hundraðstölum. Ef við viljum gera lítið úr einhverri tölu, þá er þjóðráð að gefa hana upp sem hundraðstölu af einhverri hárri tölu, en af Iágri tölu ef við viljum gera mikið úr henni. Eg var einu sinni viðstödd um- ræður um vönun fávita þar sem báðir deiluaðilar notfærðu sér þessi ráð — með þeim árangri, að báðir gátu notað sömu töl- urnar .málstað sínum til fram- dráttar. Bæði andstæðingar og fylgjendur vönunar voru sam- mála um, að í landinu væru um 400.000 fávitar, og að ef vönun þeirra væri tekin upp, mundi þeim sennilega fækka um helm- ing á 50 árum. Eg veit ekki hvort þessar tölur eru nákvæm- lega réttar, en það skiptir ekki máli í þessu sambandi: það sem máli skipti var, að báðir deilu- aðilar notuðu þær máli sínu til stuðnings. Sá sem var fylgjandi vönun sagði: „Það eru um 400.- 000 fávitar í landinu — sem jafngildir 25% af öllum íbúum Wales. Með vönum mætti senni- lega lækka þessa tölu um helm- ing á 50 árum.“ Andstæðingur- inn sagði: „Fávitarnir eru minna en eitt prósent af öllum íbúum landsins. Með vönun í 50 ár mætti sennilega lækka þessa hundraðstölu niður í hálft pró- sent — en svarar það kostn- aði?“ Báðar þessar fullyrðingar eru byggðar á sömu upphaf- legu tölunni, en þær gefa mönn- um vissulega mjög ólíkar hug- myndir um eðli málsins. Þegar almenningur er að hnjóða í hagfræðingana, bygg- ist það, að eg hygg, á þeirri skoð- un, að þeir hagræði niðurstöðum sínum. Vafalaust eru dæmi til slíks, á sama hátt og óheiðar- legir gjaldkerar hagræða stund- um tölum í bókum sínum. En eg held að fullyrða megi, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.