Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 84
82
ÚRVAL
eytt 250.000 krónum í árang-
urslausar tilraunir til að útrýma
þeim. Austin drap 20.000 kan-
ínur á sex árum, og taldi að eft-
ir væru að minnsta kosti 10.000
í sinni landareign. Ríkisstjórn-
in setti einn skilding til höfuðs
hverri kanínu. Styrjöld ástralíu-
rnanna gegn kanínunum var
hafin.
Það er nú bannað að rækta
kanínur, og hver sem tæki upp
á því mundi verða talinn bæði
vitfirringur og glæpamaður.
Kanínurnar geta sem bezt séð
fyrir sér sjálfar; þær biðja
manninn ekki neins nema að
fá land til að lifa á. Þær
eiga enga náttúrlega ó-
vini, því að engin skepna í
Ástralíu — ekki heldur mann-
fólkið — kærir sig um kanínu-
kjöt. Hreysikettir voru fluttir
til landsins, en þeir litu ekki við
kanínunum og urðu sjálfir
plága. Dingo — villti ástra-
líuhundurinn — vill heldur
kindakjöt. Fálkar og höggorm-
ar reyndust gagnslausir.
Þegar árið 1870 var í opin-
berri skýrslu lagt til að reynt
yrði að útrýma kanínunum með
því að girða af hin „sýktu“
svæði til að vernda aðra hluta
landsins og hefja síðan skipu-
lagða útrýmingu innan hinna
afgirtu svæða. Þetta leit vel út
á pappírnum. Byrjað var á
nokkur hundruð mílna langri
varnargirðingu í Victoriaríki.
Girðingin var 105 sm. há, en þar
af voru 15 sm. grafnir í jörðu
til þess að koma í veg fyrir,
að kanínurnar gætu grafið sig
undir hana. Kjarr- og trjá-
gróðri var eytt á 15 metra
svæði beggja megin við girðing-
una, og net voru sett í læki, því
að ástralskar kanínur eru vel
syndar. En áður en girðingunni
var lokað fundust kanínur
beggja megin við hana. Á
sömu leið fór um aðrar girð-
ingar á vegum hins opinbera.
Bændur reistu sjálfir þúsund-
ir mílna af netgirðingum með
styrk frá ríkinu. Girðingar
þessar eru taldar ómissandi, en
þær eru dýrar og viðhaldsfrek-
ar. Áætlað er, að brýn nauðsyn
sé fyrir 300.000 mílur af girð-
ingum í viðbót.
Öll ríki Ástralíu hafa skipað
hjá sér nefndir til verndar beiti-
landi og hafa þær víðtæk völd
til aðgerða gagnvart bændum,
sem ekki eru álitnir nógu árvak-
ir í baráttunni við kanínurnar.
Sumir eru hirðulausir, aðrir
eiga svo mikið land, að jafnvel