Úrval - 01.08.1951, Page 93

Úrval - 01.08.1951, Page 93
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR — 91 í bætifláka fyrir hana, en það var ekki viturlegt eins og á stóð. „Þarna getur maður séð!“ æpti Soffía. „Jæja, ég er feg- in að þér þykir vænna um hana en mig. Farðu til hennar, úr því að þér þykir svona vænt um hana. En ég ætla aðeins að segja þér það, að þú getur aldr- ei gifzt án míns samþykkis. Þú tilheyrir mér, og þó að það sé reynt að æsa þig gegn mér, þá þekkir móðir þín rétt sinn!“ ,,Ó,“ andvarpaði frú Dupin. „Hvers vegna lofar hún mér ekki að Ijúka ævidögum mín- um í friði? Það er svo stuttur tími, sem hún þarf að bíða.“ Samt sem áður var frú Dupin hamingjusamari en hún hafði nokkru sinni verið. Áróra hafði ékki brugðizt vonum hennar. Hún hefði máske óskað, að hún væri hærri í loftinu, en hún var vel vaxin, með ávala handleggi, fagran barm, fallegar hendur og fætur. Mjaðmir hennar hefðu mátt vera breiðari, því að slík var tízkan í þá daga, en þann galla mátti lága með réttum klæðnaði. Andlitið var frítt og augun stór og dökk. Svipurinn bar vott um íhygli, jafnvel þung- lyndi. Hún hafði mikið jarpt hár, og hörund hennar var nægi- lega dökkt til þess að manni varð hugsað til suðrænni landa og heitara blóðs. En það var eitt, sem frú Dup- in féll ekki vel í fari Áróru: Hún var afskiptalaus af karl- mönnum. Á hennar aldri voru flestar stúlkur þegar giftar eða að minnsta kosti í hjúskapar- hugleiðingum. Hún virtist líta með ugg og kvíða til hjóna- bandsins. Mjög snemma fór að bera á klofningi í persónuleika Áróru, og þetta varð æ meira áberandi eftir því sem hún varð eldri. Á annan bóginn var hún gædd viðkvæmni konunnar, en á hinn þrautseigju og sterkum vilja. Það var eins og tvö jafnsterk öfl berðust um völdin í sál hennar — annað var þrá eftir líkamlegum nautnum og ævin- týrum, hitt þunglyndisleg löng- un eftir einveru, þar sem hún leitaði sér andlegs styrks og sálubóta. Eitt kvöld, þegar Áróra var að lesa upphátt úr bókinni Génie du Christianisme eftir Chateaubriand, sagði frú Dupin allt í einu: „Þetta er nóg, barn- ið mitt. Það var svo skrítið, sem þú varst að lesa, mér hefur líklegt misheyrzt. Hvað varst þú að tala um klukknahljóm—?“ Þegar hún sá, hve Áróra varð undrandi, bætti hún við: „Ég hlýt að hafa blundað. Ég er orð- in svo þreytt. Ég get ekki leng- ur lesið og það er jafnvel ekki hægt að lesa fyrir mig. Náðu í spilin, góða mín, við skulum fá okkur einn slag.“ Þá skildi Áróra, að gamla konan var með leynd farin að hugsa um dauðann. Um þetta leyti var lækna-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.