Úrval - 01.08.1951, Page 95
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR
93
ekki til hugar að gefast upp
fyrir aldrinum. Það sem nátt-
úran eyðilagði, bætti hún upp
með fögrum klæðum og skrauti.
Enda þótt hár hennar væri enn
hrafnsvart, skipti hún oft um
hárkollur — var ýmist ljóshærð,
rauðhærð eða jarphærð, eftir
því sem duttlungar hennar á-
kváðu í það og það sinnið.
En enda þótt hún væri ákaf-
lega mislynd og taugaæst, elsk-
aði hún Áróru, eða eins og
dóttirin lét sér stundum koma
til hugar — hún unni henni
vegna minningarinnar um
Maurice.
Vorið 1822 var skapofsi og
mislyndi Soffíu komið á svo
hátt stig, að það nálgaðist full-
komna geðtruflun. Állt fór í
taugarnar á henni — jafnvel
veðrið eða þunglyndi Áróru.
„Þú lítur illa út“, sagði hún
dag nokkurn við Áróru, og án
þess að hafa um þetta frekari
orð, fór hún að taka saman
farangur þeirra og fór með hana
í heimsókn til Plessisfjölskyld-
unnar, sem átti stórt hús og
mikla landareign nálægt Melun.
Áróra kunni fljótt vel við sig
í hinu nýja heimkynni. James
Roettiers du Plessis var maður
rúmlega fertugur og hafði verið
náinn vinur Maurice Dupin, enda
höfðu þeir verið saman í her
Napoleons.
Ángela kona hans, sem var
mun yngri, unni manni sínum
mjög. Hún var af auðugu fólki
komin, en hafði hrifizt af hin-
um glæsilega manni, og loks
gifzt honum þrátt fyrír mót-
mæli foreldra sinna.
Áróra og Angela urðu strax
miklar vinkonur og James kom
fram við hana eins og hún væri
dóttir hans.
Þegar leið á vorið, fóru Pless-
ishjónin til Parísar og tóku
Áróru með sér. Áróra bjó hjá
móður sinni, en var jafnan með
þeim Angelu og James á dag-
inn. Áróra kynntist skemmtana-
lífi Parísar og lærði að elska
París. Óperan opnaði henni nýj-
an heim. Ys borgarlífsins verk-
aði örvandi á hana og hún naut
skemmtananna af heilum hug.
#
Eitt kvöld sátu þau í Tortoni-
veitingahúsinu, þegar Angela
hrópaði allt í einu: „Nei, þarna
er Casimir!“
Hún hafði varla sleppt orð-
inu, þegar grannvaxinn maður
um þrítugt, gekk að borðinu til
þeirra. Honum var boðið sæti
og hann settist hjá Angelu.
Áróra virti hann fyrir sér. Henni
leizt vel á hann. Hún var hrif-
in af því, hve hermannlega hann
bar sig og hve framkoma hans
var blátt áfram.
Hún varð ekkert undrandi,
þegar Casimir Dudevant kom
nokkrum dögum seinna til Mel-
un. En Áróra vissi varla hvað-
an á sig stóð veðrið, þegar
hann leiddi hana afsíðis og
sagði: „Þetta er ef til vill ekki
samkvæmt reglunum, en ég vildi
fá samþykki yðar, áður en ég bið