Úrval - 01.08.1951, Page 100

Úrval - 01.08.1951, Page 100
98 ÚRVAL hið endumýjaða hjónaband þeirra biði við þetta mikinn hnekki. Casimir afsakaði sig með því, að hann yrði að líta eftir fyrirtækinu, sem hann var orð- inn hluthafi í. En til mikilla vonbrigða fyrir Áróru, kom i ljós, að ,,fyrirtækið“ var í raun- inni hjákona Desgranges, sem Casimir hafði náð á sitt vald. Hin háleita hjónabandshugsjón hafði orðið honum ofviða. Áróra og Aurelien héldu á- fram að skrifast á og ást þeirra var jafn saklaus og ástríðulaus sem fyrr. „Áróra, ef ég sæi þig aldrei framar! Mig hryllir við þessu hræðilega orði,“ skrifaði hann í einu bréfinu. ,,Ef ég vissi, að ég mætti einhverntíma hitta þig, þó að ég fengi ekki að vera hjá þér nema einn dag, þó að það væri ekki fyrr en eftir tíu ár, þá væri ég hamingjusamur. Vonin ein myndi halda í mér Iífinu.“ Og þar kom, að þau hittust. I september 1828 var hann á ferðalagi í kaupsýsluerindum og átti leið fram hjá Nohant. Hann heimsótti Áróru. Þegar hann kom inn, var hún að sýsla við föt á ungbarn. Honum fannst rödd hennar vera dálítið þving- uð. þegar hún heilsaði honum. „Hvað ertu að gera?“ spurði hann og varð hvumsa, þegar hann veitti því eftirtekt, að hin andlega brúður hans var að bví komin að verða móðir í annað sinn. „Þú sérð það,“ sagði hún og brá á glens. „Ég er að undir- búa komu gests, sem ætlar að verða fyrr á ferðinni en ég bjóst við.“ Aurelien flýtti sér að kveðja. Á þessu augnabliki sá hann hug- sjónahöllina, sem hann hafði verið að reisa í þrjú ár, hrynja í rústir. Hinn 14. september ól Áróra dóttur, sem hlaut nafnið Solan- ge. Bæði Aurelien og Casimir voru lítt hrifnir af fæðingu barnsins; Aurelien vegna þess, að hann kvaldist af efa út af faðerninu — hann vissi sem sé ekki hvort Casimir eða einhver annar var faðir þess; og Casi- mir leið heldur ekki sem bezt, því að hann vissi sig saklaus- an af að hafa getið barnið. Stéphane de Grandsaigne hafði komið í heimsókn til No- hant seint á árinu 1827. Snemma á næsta ári sagði Áróra manni sínum að hún væri þunguð, og Casimir brá svo við fréttina, að hann lagðist í drykkjuskap. Eft- ir að barnið fæddist, drakk hann stöðugt og varð æ ruddalegri í framkomu. * Eftir að hjónabandið var þannig farið út um þúfur, varð Áróra sífellt meira einmana, enda þótt þau hjónin tækju nú meiri þátt 1 samkvæmislífinu en áður. Fjölmennur hópur vina og kunningja gisti oft Nohant. Sumir komu til að drekka með Casimir, aðrir til bess að ræða við Áróru.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.