Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 105
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR —
103
hafði eg þær oft í huga, þegar
eg samdi sögur mínar.“
Þegar tengdamóðir Áróru
frétti, að von væri á bók eftir
hana, flýtti hún sér á fund
hennar.
„Er það satt, að þú ætlir að
fara að gefa út bók?“
„Já, frú.“
„Ég hef ekkert út á það að
setja. En hitt vona ég, að þú
birtir ekki nafnið, sem ég ber
framan við prentaða bók.“
„Vissulega ekki, frú. Þér þurf-
ið ekki að óttast neitt slíkt.“
Það var ekki aðeins tengda-
móðirin, sem var áhyggjufull
yfir því, að rithöfundur var kom-
inn inn í f jölskylduna. Faðir Ju-
les Sandeau var líka eindregið
á móti því, að nafn hans yrði
lagt við slíkan hégóma sem
skáldsögu.
„0, jæja,“ varð hinum verald-
arvana og ráðagóða Latouche
að orði, þegar Jules kom til hans
og skýrði honum frá þessum
vandkvæðum. „Skiptu Sandeau
í tvennt, og þá mun jafnvel fað-
ir þinn ekki þekkja þig.“
I desembermánuði 1831 kom
skáldsagan Rose et Blanche út
undir dulnefninu Jules Sand. . .
Það voru ekki einungis vinnu-
konurnar í París, heldur og all-
ur almenningur þar í borg, sem
gleypti í sig þessa nýju skáld-
sögu. Höfundarnir fengu, hvor
um sig, tvö hundruð franka rit-
laun fyrir bókina. En það þýð-
ingarmesta var, að útgefandinn,
Monsieur Dupuy, bað um aðra
skáldsögu. Áróra afhenti hon-
um þegar handritið að sögunni
Indiana, sem hún hafði samið
fyrr á árinu í Nohant. Dupuy
las söguna og varð hrifinn. Hann
kvaðst birta hana þegar í stað.
Hinn 9. maí 1832 kom Indiana
út undir höfundarheitinu George
Sand. Julesnafninu var þar með
skilað aftur til Sandeauættar-
innar og George valið í þess stað.
Það fór eins fyrir George Sand
og Byron: Hún vaknaði við það
einn morgun, að hún var orðin
fræg.
Áróra hafði ekki hlýtt á kenn-
ingar Saint-Simonsinna til einsk-
is. Hún var nú komin á þá skoð-
un, að líkamlegar nautnir væru
eins réttmætar og andlegar
nautnir, og að dýrka bæri feg-
urðina engu síður en snilligáf-
una, bví að báðar ættu upptök
sín hjá skaparanum. Saint-Si-
mon hafði hafið efnið upp til
skýjanna. George Sand gerði
holdið að helgum dómi.
George Sand var eins eðlilegt
að skrifa og að anda, en hvatn-
ing útgefandans olli því, að hún
lagði meira að sér en ella. Hún
þurfti á peningum að halda, til
þess að geta lifað hinu sjálf-
stæða lífi sínu, því að Casimir
lét sér afkomu hennar í léttu
rúmi liggja. Henni kom ekki til
hugar að reyna að skapa meist-
araverk. Það var henni nóg, ef
Dupuy borgaði henni vel og
gagnrýnendurnir fóru einu eða
tveim hrósyrðum um sögur
hennar.