Úrval - 01.08.1951, Page 105

Úrval - 01.08.1951, Page 105
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR — 103 hafði eg þær oft í huga, þegar eg samdi sögur mínar.“ Þegar tengdamóðir Áróru frétti, að von væri á bók eftir hana, flýtti hún sér á fund hennar. „Er það satt, að þú ætlir að fara að gefa út bók?“ „Já, frú.“ „Ég hef ekkert út á það að setja. En hitt vona ég, að þú birtir ekki nafnið, sem ég ber framan við prentaða bók.“ „Vissulega ekki, frú. Þér þurf- ið ekki að óttast neitt slíkt.“ Það var ekki aðeins tengda- móðirin, sem var áhyggjufull yfir því, að rithöfundur var kom- inn inn í f jölskylduna. Faðir Ju- les Sandeau var líka eindregið á móti því, að nafn hans yrði lagt við slíkan hégóma sem skáldsögu. „0, jæja,“ varð hinum verald- arvana og ráðagóða Latouche að orði, þegar Jules kom til hans og skýrði honum frá þessum vandkvæðum. „Skiptu Sandeau í tvennt, og þá mun jafnvel fað- ir þinn ekki þekkja þig.“ I desembermánuði 1831 kom skáldsagan Rose et Blanche út undir dulnefninu Jules Sand. . . Það voru ekki einungis vinnu- konurnar í París, heldur og all- ur almenningur þar í borg, sem gleypti í sig þessa nýju skáld- sögu. Höfundarnir fengu, hvor um sig, tvö hundruð franka rit- laun fyrir bókina. En það þýð- ingarmesta var, að útgefandinn, Monsieur Dupuy, bað um aðra skáldsögu. Áróra afhenti hon- um þegar handritið að sögunni Indiana, sem hún hafði samið fyrr á árinu í Nohant. Dupuy las söguna og varð hrifinn. Hann kvaðst birta hana þegar í stað. Hinn 9. maí 1832 kom Indiana út undir höfundarheitinu George Sand. Julesnafninu var þar með skilað aftur til Sandeauættar- innar og George valið í þess stað. Það fór eins fyrir George Sand og Byron: Hún vaknaði við það einn morgun, að hún var orðin fræg. Áróra hafði ekki hlýtt á kenn- ingar Saint-Simonsinna til einsk- is. Hún var nú komin á þá skoð- un, að líkamlegar nautnir væru eins réttmætar og andlegar nautnir, og að dýrka bæri feg- urðina engu síður en snilligáf- una, bví að báðar ættu upptök sín hjá skaparanum. Saint-Si- mon hafði hafið efnið upp til skýjanna. George Sand gerði holdið að helgum dómi. George Sand var eins eðlilegt að skrifa og að anda, en hvatn- ing útgefandans olli því, að hún lagði meira að sér en ella. Hún þurfti á peningum að halda, til þess að geta lifað hinu sjálf- stæða lífi sínu, því að Casimir lét sér afkomu hennar í léttu rúmi liggja. Henni kom ekki til hugar að reyna að skapa meist- araverk. Það var henni nóg, ef Dupuy borgaði henni vel og gagnrýnendurnir fóru einu eða tveim hrósyrðum um sögur hennar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.